25.7.2007 | 14:08
Flugfreyjupælingin
Ég hef ekki verið sérstaklega spennt fyrir að verða flugfreyja, nema kannski vegna utanlandsferða og dagpeninga sem dragast ekki frá hjá LÍN. Ástæðurnar eru þessar, fyrir utan að það vantar ekki fleiri ljóshærðar konur í stéttina:
a) Ég myndi blása óvart upp björgunarvestið í sýnikennslunni og kafna í því,
b) segja farþegunum í hreinskilni að maturinn sé ógeð og betra að fá sér bjór til að slæva bragðið
c) og klárlega ekki standast þá freistingu að segja óviðeigandi brandara í kallkerfið.
Athugasemdir
Heyrist á öllu að þú yrðir bara hin fínasta flugfreyja.
Kveðjur :)
Þórir Hrafn Gunnarsson, 25.7.2007 kl. 14:13
Ha er maturinn ógeð?
Ég hef alltaf elskað hann
Geir Jónsson (IP-tala skráð) 25.7.2007 kl. 14:38
Þegar þú orðar það svona skil ég ekki að ég sé ekki sjálfur orðinn flugfreyja fyrir margt löngu! Þvílíkt snilldarstarf.
Annars græt ég mig í svefn sérhverja nótt sem þú tengir ekki á mig til baka.
Arngrímur (IP-tala skráð) 25.7.2007 kl. 18:11
Sjétturinn Arngrímur. Þú verður fyrsti maðurinn sem ég tengi á þegar ég nenni að taka til í þessum helv. linkum. Það hefur ekki gerst síðan fyrir meira en ári.
Anna Pála Sverrisdóttir, 25.7.2007 kl. 22:15
Þú ert náttúrlega gasalega flugfreyjuleg...
Arna (IP-tala skráð) 29.7.2007 kl. 03:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.