13.8.2006 | 00:17
Þau hafa mánuð til að hætta þessu rugli
Ég var svo ánægð með hvað Bretar tóku hryðjuverkum síðasta árs af stóískri ró. Það var aðdáunarvert. Í staðinn fyrir að komast í það panikkástand sem hryðjuverkamenn vilja, var einfaldlega tekist á við erfitt ástand. Og það án þess að læsa fólk inni hjá sér og kenna því að teipa fyrir gluggana hjá sér.
Það sem við bara megum ekki gleyma, er að í hvert skipti sem við leggum lykkju á leið okkar vegna ótta, erum við að bregðast við nákvæmlega eins og hryðjuverkamenn vilja. Þetta íslenska orð yfir "terrorism," túlkar ekki alveg það sem ég vil segja. Enska orðið má hins vegar útleggja þannig: "The purpose of terrorism is to provoke terror." Þess vegna er mikilvægt að við látum ekki undan og skerðum borgaraleg réttindi - frelsið sem þeir sem stjórna "Stríðinu gegn hryðjuverkum" halda svo hátt á lofti.
Við Barbro leggjum af stað í heimsreisuna 11. september frá Heathrow. Flugið til S-Afríku er ellefu klukkutímar og ég reikna með að geta þá tekið með mér bók, linsuvökva, rakakrem og aðrar nauðsynjar.
Annars fannst mér athyglisverð sagan sem Stefán Pálsson sagði í Fréttum vikunnar á NFS í dag: 13. sept 2001 flaug hann Edinborg-London-Keflavík. Frá Edinborg mátti hann alls ekki hafa fartölvu í handfarangri, hún þurfti að fara í farangursrýminu af öryggisástæðum. Frá London hins vegar mátti hann alls ekki hafa fartölvu í farangursrýminu, hún þurfti að fara í handfarangri af öryggisástæðum.
Ófremdarástand sagt ríkja á Heathrow | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Ferðalög | Breytt 14.8.2006 kl. 02:28 | Facebook
Athugasemdir
Já Anna Pála, það sem mannskepnan er hræddust við er að deyja og það sem kemur næst er sársauki (hann getur jú minnt á dauðann) Það er tæpast sagt óhugnalegt hversu mikið er hægt að stjórna fólki í gegnum leið óttans.
Vonandi verður búið að samræma þetta betur og jafnvel rýmka á ný áður en þið stöllur leggið af stað ;)
Pálína Erna Ásgeirsdóttir, 13.8.2006 kl. 10:49
Ef ég má ekki hafa tölvið mitt í handfarangri til New York eftir tvær vikur gæti eitthvað ljótt gerst.... Ég verð allavega allveg brjáluð :s
Ester (IP-tala skráð) 13.8.2006 kl. 22:48
Úff hvað ég er sammála þér. Mér fannst best að láta allar aumingja mömmurnar á Heathrow drekka barnamjólkina í pelunum!
Var annars að skora á þig á síðunni minni:)
Rigningarkveðja frá Köben...Hrund
Hrund (IP-tala skráð) 14.8.2006 kl. 22:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.