8.8.2006 | 02:07
Þeir sem hjálpa sér sjálfir
Okkar ástkæra, hægrisinnaða Morgunblað lætur ekki að sér hæða. Meira að segja stjörnuspáin í dag er í stíl, þannig að Staksteinar beinlínis blikna:
Þeir sem áður hugsuðu um leiðir til þess að sigra heiminn einbeita sér nú í meira mæli að því hvernig hægt er að bjarga honum. Ekki er víst að augljósustu leiðina til þess beri á góma, svo kannski er best að minnast aðeins á hana, bjargaðu sjálfum þér. Ef hver og einn gerir það, verðum við öll hólpin.
Ekki að ég hafi eitthvað verið að kíkja á stjörnuspána mína.
Meginflokkur: Dægurmál | Aukaflokkar: Fjölmiðlar, Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.