Tvöfalt ekkifall... og þó

Ég er með bloggblokk.

Og margt búið að gerast síðan síðast. Stjórnin féll tæknilega séð ekki, sbr færslurnar hér að neðan. Og ég féll ekki. Ekkert tæknilegt við það. Bara  fimm daga geðveiki yfir kosningahelgina þar sem eins og þrjú próf / fjórtán einingar komu við sögu. Eignaréttareinkunnina (7,5 einingar í 100% prófi takk) vil ég tileinka Önnu Þóru og Magnúsi sem fóstruðu mig í tveggja vikna upplestrarútlegð á Akureyri. Og þeim sem stuðluðu að því að fráfarandi stjórn fengi hvíld jafnvel þótt R-listastjórn hafi ekki gengið upp. Það hefði að sjálfsögðu verið út úr kortinu að halda áfram ríkisstjórnarsamstarfi FD.

Skrýtið að hafa ekki skriðið beint af próflokadjamminu og inn á Mogga, eins og undanfarin ár. Í staðinn hef ég gert margt (af viti), aðallega sem galeiðuþræll. Svo sem í lagi að djamma aðeins þegar tími gefst til. 

Og skrifa helgarumfjöllun á Vefritið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband