8.5.2007 | 23:19
Þá dettur mér í hug staka
Var að rifja upp þessa vísu sem varð til við skemmtilega absúrd aðstæður. Við Barbara úti á stöðuvatni í árabát. In the middle of nowhere, Japan. Ekki hræðu að sjá í umhverfinu nema eitt stk stórt sjóræningjaskip sem er eins og klippt út úr Pétri Pan og svo hjólabátur í svanslíki þar sem tvær öflugar japanskar stelpur hjóla sem mest þær mega til að verða á undan okkur í land. Október. En jólaskraut í öllum búðum. Ég frekar nýbúin að detta illa á hausinn og einhver áhöld um hvort það hefði áhrif á áttaskyn og fleira hjá mér.
Á myndunum er annars vegar ég í skáldamóð með sjóræningjaskipið í bakgrunni og hins vegar hjólandi japönsku vitleysingarnir okkar.
Í Japan koma bráðum jól
ég er úti á vatni
Vona á hoppi um heimsins ból
að hausinn á mér batni
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Ferðalög, Menning og listir | Facebook
Athugasemdir
Það var þetta með drykkjuna sjáðu :)
MP
Magga Pé (IP-tala skráð) 9.5.2007 kl. 11:41
Það var þetta með drykkjuna sjáðu :)
MP
Magga Pé (IP-tala skráð) 9.5.2007 kl. 11:43
Er það ekki hér sem maður skrifar saknaðarkveðjurnar???
við verðum að heyrast fljótlega kona!
Annars mæti ég á svæðið eftir bara tvær vikur og tvo daga. Pakka hvað....?
Sandra (IP-tala skráð) 10.5.2007 kl. 18:14
Anna Pála! Ég og þú í rappheiminum! Ekki spörgsmál!
Brissó B. Johannsson, 11.5.2007 kl. 23:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.