20.6.2006 | 11:10
Móður- og föðurleysinginn
Þakka öllum sem tóku þátt í gær og þið hin munið að þið eruð fasistar og feðraveldi.
Annars er hún Helena móðir mín, ásamt Sverri föður mínum og örverpinu Sunnu Mjöll komin til Krítar í dag, með um þriggja daga fyrirvara. Ég er ekki viss um hvenær þau koma aftur. Kvöldið fyrir brottför uppgötvaði mamma annars vegar að passinn hennar gilti til 21. júlí 2005. Því mátti redda, tjáði mjög rólegur maður henni í símann, augljóslega vanur í áfallahjálpinni.
Það sem verra er að í fyrrakvöld uppgötvaðist einnig að þau áttu bókað hótel í tvær vikur en flug til baka eftir viku. Sverrir sagði að hann kæmi sko ekki til baka eftir viku. Laxfoss kæmi þarna við í nóvember.
Spurning að við Bjarnið göngum Herkúlesi í foreldrastað þegar HM fóstran segir upp.
Meginflokkur: Vinir og fjölskylda | Aukaflokkur: Ferðalög | Facebook
Athugasemdir
Djöfull ertu grown up. "Sverrir sagði..." Úhú, ekkert pabbakjaftæði lengur.
Annars eru fríkeypis máltíðir og tiltekt við tækifæri vel þegin!
Sindri bró (IP-tala skráð) 20.6.2006 kl. 22:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.