14.4.2007 | 22:35
"Don´t stop me now, I´m having such a good time..."
Nei, þetta á ekki við um próflesturinn ef einhver hélt það.
Sá auglýsingu áðan í kringum fréttirnar þar sem þessi klassíski Queen slagari var leikinn undir. Allir hressir. Ég var allan tímann að bíða eftir að síðasti maðurinn sem yrði sýndur væri Geir Haarde og undir herlegheitin myndi kvitta Sjálfstæðisflokkurinn í tilefni kosninga.
En nei. N1 var það. Hitt hefði verið miklu fyndnara.
Meginflokkur: Dægurmál | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Hitt hefði alla vega ekki komið mér á óvart, þ.e. ef þetta hefði verið eitthvað tengt sjálfstæðisflokknum og þeirra kosningaáróðri :). Hvað er svo með þetta ófrumlega nafn N1, sem á að standa fyrir Númer 1. Ég var að gera mér vonir um að það væri eitthvað dýpra á bakvið þessa nafngift
Héraðströllið, 14.4.2007 kl. 22:44
Ég hélt einmitt að þetta væri framsókn... svona "Ekkert stopp" myndband...
Kveðjur :)
Þórir Hrafn Gunnarsson, 15.4.2007 kl. 16:04
Haha, ég hélt einmitt líka að þetta væri auglýsing fyrir Framsóknarflokkinn :)
Margrét fyrrum IB-ingur (IP-tala skráð) 18.4.2007 kl. 14:51
Er þetta nýja Esso nafnið, N1...frumleikinn lekur af þessu. Ég hélt að þetta væri framsókn þar sem þeir þurfa svo sannalega mest á því að halda að koma með góða auglýsingaherferð. Ætli bændaflokkurinn sé að deyja...
Kristján Haukur Magnússon, 23.4.2007 kl. 05:14
Þetta gæti verið framboðið N1 (má lesast enn eitt framboðið). Enda þurfa olíukóngar að hafa rétta menn á réttum stöðum.
Að öðru Anna, ég var að glugga í samfylkingarpésa á vegum ungra jafnaðarmanna og þar ert þú á annarri hvorri síðu. Hvernig stendur á því? Ertu Neo-Krati?
Baldvin Esra Einarsson (IP-tala skráð) 23.4.2007 kl. 18:00
Haha, ég er ekki flokksbundin núna (nema hugsanlega í hinum gríðarmarktæku skrám Sjallala) en hef verið að daðra við Samfylkinguna sbr þetta: http://annapala.blog.is/blog/veridihress/entry/132991/
Helst vildi ég ekki þurfa að velja á milli!
Anna Pála Sverrisdóttir, 24.4.2007 kl. 11:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.