Leitum innblásturs víða

Í gærkvöldi sátum við Sunna systir og skemmtum okkur yfir þeirri mætu bók Mary Young, Tízkubókinni (In Search of Charm) frá 1963. Í miðjum tólfta kafla "Fyrsta staðan," klingdu upphafsorðin einhverjum bjöllum. Og það rann upp fyrir mér að Addi Kitta Gau gæti hafa fundið í þessari bók innblástur fyrir ræðu formanns á landsþingi Frjálslyndra. Lykilorðið er að sjálfsögðu vaxtarverkir:

"Eruð þér í dálitlum vafa um hæfni yðar í starfið? Ég endurtek, öllum er þannig innanbrjósts! En hafið það hugfast, að fyrirtækið valdi yður í stöðuna og hlýtur því að hafa trú á yður. Og ennfremur þetta: Þeir vita vel að þér þurfið tíma til að ná tökum á verkefnunum. Kallið allar efasemdir yðar "vaxtarverki.

Ýmislegt í þessari bók til viðbótar gæti nýst í starfi stjórnmálamanna, þ.á.m. undirkaflinn "Örugg raddbeiting." Jafnvel væri hugmynd að kíkja á "Að tala of mikið." 

Að ekki sé minnst á "Að fara út með kavaleranum að kvöldi til kvöldverðar í veitingahúsi."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband