Færsluflokkur: Ferðalög
30.8.2006 | 21:23
Fjölmiðlagleðikonur og annað gott fólk
Er ekki málið að ná sér í köfunarréttindi í t.d. Taílandi? Ég hef alltaf verið mjög spennt fyrir sportköfun.
Og talandi um. Hús Sportkafarafélagsins var vettvangur magnaðrar gleði á föstudagskvöldið. Að vísu ekki eitt sér, því þegar skráningar á Útihátíð fjölmiðlakvenna voru komnar fram úr öllum væntingum var húsið löngu sprungið utan af okkur. Því var brugðið á það ráð í panikkinu á föstudaginn að leigja tjald frá Seglagerðinni Ægi. Þegar tjaldinu hafði verið komið upp (með mínum berum höndum og einstakri verkkunnáttu) var þetta frábær partýaðstaða og mjög gott flæði milli tjalds, verandar og húss. Fullt af útikertum og útsýnið yfir Nauthólsvíkina settu punktinn yfir i-ið.
Rúmlega hundrað fjölmiðlakonur skemmtu sér konunglega og voru hver annarri skemmtilegri að tala við. Þið eruð magnaðar. Þar á ég ekki síst við skemmtinefndina en í henni voru Áslaug Skúla, nýskipaður vaktstjóri á fréttastofu RÚV, Lillý Valgerður trúnaðarmaður á NFS og Arna Schram þingfréttaritari Moggans og formaður Blaðamannafélagsins. Þær eru sérlega magnaðar og má þá sérstaklega nefna hér hvað Arna er mögnuð í bólinu.* And then me, óbreyttur veikgeðja hlutastarfsblaðamaður á fréttadeild Moggans! Ég er strax byrjuð að hlakka til á næsta ári.
Fréttir af fólki:
Magnús Már Guðmundsson félagi minn býður sig fram til embættis formanns UJ (á heimasíðu Samfó stendur reyndar að hann bjóði sig fram í fyrsta sæti -efast ekki um að Solla sé orðin hrædd). Kvennaskólapían Maggi Már var einu sinni gaurinn í næsta húsi. Nú er hann bara öðlingur. Hann á allan minn stuðning í því sem hann tekur sér fyrir hendur og þ.m.t. þessu.
Vigga vinkona kom heim frá París, sá og sigraði og rústaði prófi í stjórnskipunarrétti með glæsilegri einkunn. Til hamingju elskan, ég er eins og stolt mamma.
Sandra farin "heim" til Svíþjóðar ásamt Alexander Kóríander og farin að nema jarðfræði meðfram djass-sellóleiknum. Þeirra er auðvitað strax saknað.
*Hluti þessarar færslu er byggður á munnlegum heimildum, ekki reynslu höfundar
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 21:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.8.2006 | 00:17
Þau hafa mánuð til að hætta þessu rugli
Ég var svo ánægð með hvað Bretar tóku hryðjuverkum síðasta árs af stóískri ró. Það var aðdáunarvert. Í staðinn fyrir að komast í það panikkástand sem hryðjuverkamenn vilja, var einfaldlega tekist á við erfitt ástand. Og það án þess að læsa fólk inni hjá sér og kenna því að teipa fyrir gluggana hjá sér.
Það sem við bara megum ekki gleyma, er að í hvert skipti sem við leggum lykkju á leið okkar vegna ótta, erum við að bregðast við nákvæmlega eins og hryðjuverkamenn vilja. Þetta íslenska orð yfir "terrorism," túlkar ekki alveg það sem ég vil segja. Enska orðið má hins vegar útleggja þannig: "The purpose of terrorism is to provoke terror." Þess vegna er mikilvægt að við látum ekki undan og skerðum borgaraleg réttindi - frelsið sem þeir sem stjórna "Stríðinu gegn hryðjuverkum" halda svo hátt á lofti.
Við Barbro leggjum af stað í heimsreisuna 11. september frá Heathrow. Flugið til S-Afríku er ellefu klukkutímar og ég reikna með að geta þá tekið með mér bók, linsuvökva, rakakrem og aðrar nauðsynjar.
Annars fannst mér athyglisverð sagan sem Stefán Pálsson sagði í Fréttum vikunnar á NFS í dag: 13. sept 2001 flaug hann Edinborg-London-Keflavík. Frá Edinborg mátti hann alls ekki hafa fartölvu í handfarangri, hún þurfti að fara í farangursrýminu af öryggisástæðum. Frá London hins vegar mátti hann alls ekki hafa fartölvu í farangursrýminu, hún þurfti að fara í handfarangri af öryggisástæðum.
Ófremdarástand sagt ríkja á Heathrow | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Breytt 14.8.2006 kl. 02:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
6.8.2006 | 21:38
Grasekkja - Heimshornaflakksdagskrá
Jæja. Þá er Bjarnið komið um langan veg til Miami. Hann blastaði America með Rammstein alla leið á völlinn og heimtaði að vera kallaður Bijarney Magnusson, AKA Cobra-Bob. Ég ætla ekki að sitja í festum í tólf ár meðan hann nær sér í sýfilis í útlöndum (en þau örlög), eins og landsmönnum má vera ljóst. Enda bara mánuður í heimshornaflakkið.
Þangað til ætla ég hins vegar að lifa jafn mögnuðu partýlífi og Immanúel Kant á sínum tíma.
Og hér kemur stolið efni af bloggi Barböru minnar, svo þið hafið hugmynd um líf mitt næstu mánuði. Heyrst hefur að blað allra landsmanna verði fyrst með fréttirnar af ferðalaginu.
9. sept. = RVK - London
11. sept. = London - Johannesburg
25.sept. = Johannesburg - Mumbai
1. okt. = Mumbai - Delhi
7.okt. = Delhi - Kathmandu
14.okt. = Kathmandu - Bangkok
25.okt. = Bangkok - Tokyo
2.nóv. = Tokyo - Beijing
11.nóv. = Beijing - Singapore
14.nóv. = Singapore - Bali
19.nóv. = Bali - Singapore
21.nóv. = Singapore - Sydney
1.des. = Sydney - Auckland (Nýja Sjáland)
9. des. = Auckland - Nadi (Fiji)
17. des. = Nadi (Fiji) - Los Angeles
19. des. = Los Angeles - New York
5. jan. = New York - London
6. jan. = London - RVK
Þetta er ekki endanlegt.
NY pælingin er að fljúga þangað og vera þar fram að jólum og fara þá með flugi til Miami. Við verðum svo örugglega á Bahamas um jól og/eða áramót - en það er e-ð sem við ap höfum sett í hendurnar á Bjarna Má til skipulagningar.
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 21:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
29.7.2006 | 11:07
Apóríið og Vestfirðir
Eru fleiri en ég sem fara stundum í bakatekið?
Voða gaman í vinnunni á laugardagsmorgni þegar enginn svarar í símann. Annars fór ég fyrir vinnuna á Vestfirði mánudag og þriðjudag. Það var magnað. Ég hafði aldrei komið til Vestfjarða áður. Við Árni Sæberg keyrðum frá Ísafirði um Djúpið og út í Vatnsfjörð. Stoppaði vel í Súðavík á mánudagskvöldið og ræddi við gott fólk. Náðum svo að keyra út í Bolungarvík og um göngin yfir til Flateyrar áður en kom að flugi á þriðjudagskvöldið. Rosalega er Önundarfjörðurinn mikilfenglegur. Örugglega auðvelt að vera skáld þar. Merkilegt líka að sjá þetta mannvirki sem snjóflóðavarnargarðurinn er. Hann fellur reyndar mjög vel inn í umhverfið.
Og aldrei fór ég austur.
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.7.2006 | 17:56
Er allt að fara til andskotans í þessu landi?
Mér reiknast svo til að Þorgerður Katrín sé fyrsti kvenkyns forsætisráðherra Íslands. Þótt aðeins sé um tvær vikur að ræða að þessu sinni, er þetta samt merkilegur áfangi. Ég segi bara til hamingju Þorgerður og til hamingju við öll. Meira svona! Við öfgafemínistar fögnum gríðarlega.
Annars er ég að fara norður skv. skyndiákvörðun fyrir hálftíma síðan. Magnað. Hefði auðvitað dregið Bjarnið austur, en sá vægir sem vitið hefur meira eða þannig. Svo á maðurinn lítið eftir að hitta foreldra sína næsta árið. Biðja ekki allir að heilsa Brynjuísnum?
Þorgerður Katrín gegnir störfum forsætisráðherra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
11.7.2006 | 15:36
Þarna er ég að fara
Yfir eitt hundrað látnir í sprengingum í Mumbai á Indlandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
21.6.2006 | 22:33
Á leið í heimsreisu
Þá er það opinbert. Fyrir svona hálftíma síðan, finnst mér a.m.k., ákvað hún Barbara snillíngur að bjóða mér í heimsreisu. Kortéri seinna var ég búin að segja já, en ekki hvað. Síðan þá hef ég gengið um í Teletubbies stemmningu og hlakka alveg ofsalega til. Löngu kominn tími á mig. Ég klára svo skólann á vorönn. Sé þann möguleika í stöðunni að geta þá jafnvel setið á rassinum í meira en fimm mínútur í einu og einbeitt mér að námi. Það væri tilbreyting.
Ferðaplanið er á teikniborðinu núna, eins og Ísland. Sem stendur er líklegast að við byrjum í Suður-Afríku eða jafnvel Bombay. Og þaðan út um allt. Fyrst verður flogið til London og þaðan eigum við fimmtán flugferðir sem nú er verið að púsla saman. Hún Anna nafna mín á Ferðaskrifstofu Íslands situr sveitt við að uppfylla óskir okkar, almættið veri með henni.
Einhvern tímann var Barbara maður dagsins á þessu bloggi. Ætli hún verði ekki gerð að heiðursmanni næstu mánaða núna. Ég efast ekki um að við verðum magnaðir ferðafélagar og munum rata í endalaus ævintýri. Sem er gott. Mjög gott. Það er ekki öllum gefið að vera traustsins verðir og um leið ávísun á endalaust stuð, en Barbara stendur undir þessu og gott betur.
Þess má geta að af einhverjum ástæðum get ég ekki linkað á hana, en bloggið hennar Barböru ásamt sérlega fallegri lýsingu á mér (varð bara hlýtt í hjartanu) er að finna hér: www.barbara.blog.is
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
20.6.2006 | 11:10
Móður- og föðurleysinginn
Þakka öllum sem tóku þátt í gær og þið hin munið að þið eruð fasistar og feðraveldi.
Annars er hún Helena móðir mín, ásamt Sverri föður mínum og örverpinu Sunnu Mjöll komin til Krítar í dag, með um þriggja daga fyrirvara. Ég er ekki viss um hvenær þau koma aftur. Kvöldið fyrir brottför uppgötvaði mamma annars vegar að passinn hennar gilti til 21. júlí 2005. Því mátti redda, tjáði mjög rólegur maður henni í símann, augljóslega vanur í áfallahjálpinni.
Það sem verra er að í fyrrakvöld uppgötvaðist einnig að þau áttu bókað hótel í tvær vikur en flug til baka eftir viku. Sverrir sagði að hann kæmi sko ekki til baka eftir viku. Laxfoss kæmi þarna við í nóvember.
Spurning að við Bjarnið göngum Herkúlesi í foreldrastað þegar HM fóstran segir upp.
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
18.5.2006 | 15:53
Gauti biður að heilsa
Í Gautaborg hafði verið samfelld sól í tíu daga, þangað til ég kom hingað á þriðjudaginn. Í dag var rigning og ég reikna með að á morgun verði komin sól, en þá verð ég líka í Kaupmannahöfn.
Hlakka mjög til að dingla með Bjarninu í Köben og til að hitta Völu, Grétar og Gústa hressa í Lundi á karnivali um helgina. Karnival það er víst bara haldið á fjögurra ára fresti og mun vera mikið stuð og tómt rugl.
Ég hef ekki haft tíma til að leggja dóm á málsháttaslagorðin ennþá og er því að þverbrjóta reglur settar af sjálfri mér. Svei. Næ því ekki núna, grunar að ég þurfi að testa frumleikann með því að gúgla allt sem mér líst vel á og sjá hvort snilldin hefur nokkið dottið af vörum einhverra annarra. Lofa að klára þetta innan nokkurra daga.
Verð að þjóta, framundan er lestarferð til Köben. Kem heim næsta þriðjudag og hef störf í "Hvíta húsinu" á miðvikudaginn. Hlakka til. Skemmtilega vinna.
Knús til ykkar
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
3.4.2006 | 20:13
Hryðjuverkamaður, já það er ég
Ég var í klippingu hjá Grjóna hressa á Rauðhettu. Hann er á leiðinni til New York bráðum, í frí með kærustunni. Grjóni hlakkar reyndar ekki sérstaklega til og skilur ekki hvað er heillandi við "þetta pleis." En kærastan vill sigla og Grjóni veitir meðbyr. Ég hef nú trú á að hann muni skemmta sér vel, betra að leggja í hann með minni væntingar. Hefði líka dregið hann með.
Við vorum að velta fyrir okkur stressinu í kringum komu til landsins helga. Grjóni rifjaði upp sögu af vini sínum sem við komuna við NY fyrir tveimur árum var dregin til hliðar í þriðju gráðu upp úr þurru. En hann var náttúrulega í slitnum gallabuxum og leðurjakka. Gusgus ætluðu að halda tónleika í sömu borg en voru að sögn send öfug til baka, allt krúið. "Þú veist, Maggi legó með bleikt yfirvara og svona." Hættulegt.
Ég flaug inn í Boston vandræðalaust 2003, en það var líka af því ég stóðst naumlega freistinguna að glensa aðeins með eyðublöðin þar sem ég dundaði mér við að skrifa inn ævisöguna CIA til gagns og gamans. "Já, ég eða einhver tengdur mér er hryðjuverkamaður."
Af því ég mun að öllum líkindum fljúga vestur um haf í haust er ég að pæla í hvort ég fjárfesti ekki í arabaslæðu áður. Langar í þannig hvort sem er. En Grjóni ætlar hins vegar að vera öruggur, og að minnsta kosti ekki fara í gegnum tollinn "í svona bol með myndum af dýrum í kynlífsstellingum eða neitt þannig," sbr. hollninguna í dag.
Félagi Gunnar Birgisson kallaði mig talíbana um daginn. Spurning hvort það telur hjá CIA?
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 22:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)