Færsluflokkur: Menning og listir

Takið þátt í keppninni, skækjur! - "Sjaldan er ein bólan stök" - "Þekking er blekking - álver alls staðar"

Nú þegar má telja innlegg í málshátta- og slagorðakeppnina miklu, í hundruðum og keppendur í tugum. 

Ritstjórnin hefur nokkrar áhyggjur af hlut kvenna í keppninni en hyggst þó ekki setja kynjakvóta á þátttöku, heldur treystir því að kvenkynið sé enn að hugsa málið og komi með ódauðlegar tillögur áður en skilafrestur rennur út, kl átjánhundruð annað kvöld.

Dómnefnd keppninnar hefur svo af því nokkrar áhyggjur að vegna bágborins andlegs og líkamlegs ástands / anna við að fagna próflokum á morgun, geti það tafist eitthvað að tilkynna úrslitin og gerir hér um það fyrirvara. Enda mikið verk fyrir höndum.

Annars hafa fæstir keppendanna nýtt sér færi á að endurtitla þetta blogg, sbr. 6.gr. keppnisreglna, vek athygli á henni.

Tillögur skilast eftir sem áður í kommentakerfið við síðustu færslu og er stefnan sett á metfjölda kommenta á þessum bloggvef. Lifið heil


Málshátta- og slagorðakeppnin mikla! - "Betri er kúkur í klósti, en í pósti" - "Öldruðum og aumingjum allt, nema peninga"

Lestu þetta og taktu svo þátt! Í ljósi efnilegrar útkomu síðustu færslu hefur ritstjórnin ákveðið að standa hér fyrir málshátta- og kosningaslagorðakeppni. Hún er bæði ætluð sýruhausum og öðrum, s.s. öllum opin. Ég bíð spennt eftir að sjá bæði klassískan húmor og vísun í samtímann.

Reglurnar eru svona:

1. Keppt er í tveimur flokkum, málshættir og kosningaslagorð. 

2. Málshátturinn/Slagorðið skal vera frumsamið og ekki hafa heyrst áður.

3. Að öðru leyti hafa þátttakendur listrænt frelsi.

4. Hugsanlega verða aukaviðurkenningar veittar í einhverjum flokkum.

5. Tillögum skal skilað í kommentakerfið og er skilafrestur til kl. 18:00 þann 15. maí, en hálftíma síðar verða úrslitin gerð kunn.

6. Sá aðili, sem bestu tillöguna á, og eru þá báðir flokkar undir, fær að velja nýjan titil á þetta blogg í heila viku. Kemur í stað "Önnupálublogg."  Vinsamlega tilgreinið hver titillinn á að vera um leið og tillögum er skilað, nema þið viljið að málshátturinn/slagorðið sjálft verði notað. Dæmi: "Femínistar sökka." "Ég er með hár á tánum." "Ég er trukkalessa." "Ég hef gubbað niður af svölunum á Hverfisbarnum." "Lifi Thatcherisminn!"

7. Þeir sem kommentuðu í færslunni á undan þessari eru sjálfkrafa með í keppninni.

Þar að auki fær Nói-Síríus hugsanlega póst uppá næsta páskaeggjaár. Hver myndi ekki vilja fá kúkamálshátt í sínu eggi.


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband