Og erum við Borgar ekki bara sammála

f_my_pictures_borgar_kjutipae.jpg

Aldrei fór svo að við Borgar Þór Einarsson gætum ekki verið sammála um eitthvað. Leyfi mér að birta eftirfarandi tilvitnun úr greininni hans sem birtist í Fréttablaðinu á laugardaginn. 

"Til eru þeir sem halda því fram að erlent vinnuafl taki atvinnu sem ella hefði komið í hlut Íslendinga. Því miður á slíkur málflutningur oftar en ekki rætur sínar að rekja til óæðri hvata en að hafa áhyggjur af atvinnuleysi. Þar að auki lýsa slík sjónarmið algjörri vanþekkingu á eðli atvinnulífsins. Gengið er út frá því að atvinna sé föst stærð og að framlag hvers og eins á vinnumarkaði hafi enga þýðingu fyrir verðmætasköpun.

Ekki einungis er slíkur málflutningur rangur heldur beinlínis niðrandi fyrir launþega almennt. Það er því skömm að því þegar meintir talsmenn launþega leyfa sér slíkan málflutning. Goðsögnin um að erlent vinnuafl taki atvinnu af Íslendingum er álíka gáfuleg og að aukin þátttaka kvenna á vinnumarkaði hafi valdið hér stórkostlegu atvinnuleysi."

Ég klappaði að vísu ekki fyrir öllu í greininni og þ.á.m. ekki byrjuninni. Auðvitað má verkalýðsforystan hafa pólitísk áhrif, en ekki hvað. Hún stendur fyrir stóran hóp í samfélaginu og pólítik er jú bara það hvernig samfélag við viljum byggja, við þurfum ekki endilega að gera það eingöngu gegnum stjórnmálaflokka. Svo er ég ekki alveg klár í hvað hann er að vísa með "meintir talsmenn launþega." Nenni þó ekki að eyða meiri tíma í hverju ég er ósammála.

En semsagt glæsilegt framlag í umræðuna, takk Borgar, yfir og út.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Agnar Freyr Helgason

Er emailið annapala@deiglan.com semsagt orðið virkt?

Agnar Freyr Helgason, 2.5.2006 kl. 15:43

2 Smámynd: Bjarni Már Magnússon

Boggsterinn klikkar yfirhöfuð ekki í sínum skrifum.

Bjarni Már Magnússon, 2.5.2006 kl. 16:19

3 Smámynd: Anna Pála Sverrisdóttir

borgarthor@samfylkingin.is?

Anna Pála Sverrisdóttir, 2.5.2006 kl. 16:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband