Land hinna frjálsu (og Anna Pála þarf hjálp)

Þegar ég var í Boston 2003 get ég svo svarið að ég var aldrei afgreidd eða af þjónustuð af einhverjum sem var ekki innflytjandi. Það gilti alveg jafnt um háklassahótelið okkar þar sem ég keypti dýrustu viskíflösku sem ég hef drukkið (undir aldri og afgreidd undir borðið sjáiði), limmuna sem við fengum að sitja í fyrir gæsku bílstjórans og Donkin Donuts þar sem ég fékk versta kaffi í heimi.

Flott baráttuaðferð hjá þeim í Landi hinna frjálsu í dag. Sem minnir mig á flottustu setninguna úr stórvirkinu Karate Kid. "Land of Free, Home of Brave." En ég vona að þetta skili árangri hjá þeim.

Þessi setning "... þeir fá einungis að vera í landinu í sex ár ef sannað þykir að enginn Bandaríkjamaður fáist í störf sem þeir vinna," endurspeglar viðhorfið til innflytjenda á dapurlegan hátt. Af hverju mega innflytjendur ekki vera forstjórar ef þeir hafa hæfileika til? Enn verra er að líklega hafa margir þeirra hæfileika, en ekki tækifæri. Þeir geta átt drauma, en enga von.

"Við báðum um vinnuafl, en fengum fólk," sagði einhver hetja sem ég man ekki hver er. Það er sárt til þess að hugsa að við ætlum að búa til lágstétt innflytjenda hér á landi. Ef við viljum snúa þeirri þróun við hlýtur að vera grundvallaratriði að efla menntakerfið þar sem það snýr að innflytjendum.

Annars: Mig vantar glósur úr Heimspekilegum forspjallsvísindum fyrir lagadeild!!! Þetta er í u.þ.b. fimmta skiptið sem ég er skráð í þennan stórskemmtilega áfanga sem þarf alltaf að sitja á hakanum. Á laugardag er próf í honum og á mánudag fer ég í kröfurétt sem vinnugleðin þarf að beinast að. Plís.


mbl.is Fjölmenn mótmæli gegn breytingum á bandarískri innflytjendalöggjöf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Það er varla hægt að tala um það sé óréttlæti að ætlast til að farið sé að lögum, eða hvað? Það er líka fjöldi manna sem bíður eftir því að koma til Bandaríkjanna (og margra annarra landa) á löglegan máta, er það sanngjarnt gagnvart þeim, að ólöglegir innflytjendur stökkvi fram fyrir röðina, ef svo má að orði komast.

Svo er það gamla máltækið, "líttu þér nær", mæli með að fólk skoði ummæli margra í íslensku verkalýðsforystunni í dag. Þar fer ekki mikið fyrir umburðarlyndi gagnvart innflytjendum, jafnvel þó að þeir séu löglegir (komi af EES svæðinu.

G. Tómas Gunnarsson, 2.5.2006 kl. 00:13

2 identicon

Kæra Anna Pála. Ég þekki þig ekki en einhvernvegin held ég að þú hafir tekið þátt í Gettu betur fyrir MH fyrir einhverjum árum síðan, allavegar meira en 3 árum því þá flutti ég einmitt til Boston. Það er rétt hjá þér að það er alveg rosalega mikið um útlendinga þar og sérstaklega suður Ameríkubúa og eins þá sem eru frá eyjunum í kringum Mexico flóa ef ég fer alveg með rétt mál. T.d. tek ég mikið leigubíl og það er alveg undantekning að maður lendi á amerískum leigubílstjóra, yfirleitt eru þeir frá Haiti og eru þetta yfirleitt skemmtilegustu bílstjórarnir, alltaf í góðu skapi og síbrosandi þrátt fyrir ömulegt ástand í heimalandi þeirra. Eins er rosalega mikið um Brasilíu búa. Og það er rétt, í mörgum af þessum störfum sem þessir útlendingar vinna við eins í matvörubúðinni sem ég fer alltaf í eru yfirleitt spæknsættaðir á kassa t.d. og svo einstaka skólakrakkar. Ég veit ekki hversu víða þú hefur labbað í Boston en við eina aðalverslunargötuna, Newbury street er alveg ógrynni af naglastofum, þar sem þú getur fengið naglasnyrtingu og táslusnyrtingu á algeru færibandi og það eru aðallega Vietnamar sem reka þær, ég er alls ekki að gera lítið úr þeim en þeir eru mikið penningafólk og gera sitt besta að gera kúnnan ánægðan, en oftar en ekki er kannski ein eða í mestalagi tvær á stofunni sem tala ensku, sem er kannski ekki alveg nógu gott þar sem það getur verið ansi erfitt að gera sig skiljanlegan og sú eina sem kannski talar ensku er sjálf upptekin í vinnu. Ég hef heyrt um að iðnaðarmenn geti farið á eitthvern hornið í einhverjum bæjarhlutanum og þar standa menn í röð í von um að fá vinnu þann daginn. Ég varð alveg bit þegar að ég heyrði þetta. Ég lenti í því fyrsta árið mitt að við þurftum að fá málara til að laga aðeins hjá okkur og það komu tveir menn og annar þeirra talaði einhverja ensku og ég spurði hann hvort að hann væri menntaður málari og hann játti því og ég spurði hann þá hvað hann hafi verið lengi í skóla til að læra þá iðn og þá sagði hann mér að hann hafi ekkert farið í skóla til að læra þetta heldur hafi hann fengið tilsögn í 3 vikur og eins og við var að búast var árangurinn eftir því. Ég hringdi í leigusalan minn og lét þau koma og kíkja og þau ætluðu að fá þá aftur til að koma en ég sagði bara nei takk og hef þetta herbergi sem er reyndar annað baðherbergið svona allt í penslaförum.
Eftir allt of langar pælingar þá er mín niðurstaða að það eigi að leyfa fólkinu að koma inn í landið enda voru Bandaríkin upphaflega stofnuð af innflytendum og hálf skrítið að þeir séu að setja hömlur á þetta núna. Þetta yndislega fólk sem kemur frá suður Ameríku og frá flestum öðrum stöðum er alveg yndislegt og virkilega gaman að kynnast þeim og fyrir mér sem íslendingi hefur það bara verið fróðlegt að kynnast þessum frábæru einstaklingum.
Þótt að margir Bandaríkjamenn séu vinnusamt fólk þá er alltaf fólk inni á milli sem hefur enga menntun og vill ekki vinna hvað sem er og svo heyrir maður um fólk frá eins og Suður Ameríku sem er með góða menntun og það fær ekki vinnu við það sem er búið að læra og jafnvel frá Evrópu og þá á ég meira við austur Evrópu löndunum. Að lokum þá fékk ég stærðfræðikennara/prófessor á síðustu önn sem var frá Rússlandi og ég varð hreinlega að hætta þar sem ég skildi ekkert hvað hún var að gera og mér sýndist ég ekki vera sú eina í bekknum sem ekki skildi hana, kaninn bara svaf hja henni meðan ég reyndi eins og gat að finna út úr því hvað hún var að segja okkur og útskýra uppi á töflu en þvímiður sá ég mig ekki klára þennan áfanga hjá annars þessari ágætu manneskju og sagði mig úr áfanganum. Mér finnst nær alveg sjálfsagt mál að opna landamærin fyrir útlendingum og jafnvel hér heima þó að allir flokkar séu ekki sammála því, því hér rétt eins og á mörgum öðrum stöðum þá ganga útlendingarnir í störf sem t.d. Íslendingar fást ekki við að vinna við.
Jæja þetta er orðið allt of langt hjá mér eins og mér einni er lagið en þetta er bara mín skoðun á þessu máli.
Kær kveðja
Inga í Boston

Inga (IP-tala skráð) 2.5.2006 kl. 08:24

3 Smámynd: Anna Pála Sverrisdóttir

Takk fyrir skemmtilegan lestur Inga :) Og gaman að þú manst eftir mér.

En varðandi ólöglegt/löglegt. Ég er nú laganemi og auðvitað klingja hjá manni rökin "hvað um þá sem eru heiðarlegir?" Hins vegar held ég ekki að í þessum tilvikum sé um einbeittan brotavilja að ræða. Hér er einfaldlega um sjálfsbjargarviðleitni að ræða. Hjá fólki sem var ekki svo heppið að fæðast í inn samfélag þar sem er nóg handa öllum. Má velta fyrir sér hvenær nauðsyn brýtur lög.

Anna Pála Sverrisdóttir, 2.5.2006 kl. 13:48

4 Smámynd: Anna Pála Sverrisdóttir

Já og tek síðan undir varðandi verkalýðsforystuna. Hins vegar held ég að þeim gangi gott eitt til varðandi það að við höfum enn ekki tekið vinnumarkaðinn nógu föstum tökum með að misnota sér erlent vinnuafl og eyðileggja fyrir öllum.

Sveittan á þá sem gera svoleiðis, skammist ykkar.

Anna Pála Sverrisdóttir, 2.5.2006 kl. 13:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband