Annars flokks ást

f_gaycouple.jpg

Sms samskipti. Ég: "Ertu búnad borda kvöldmat?" Ragnheiður: "Nei, er sko ad leika í fyrstu samkynhneigdu hryllingsmyndinni. Hvarta spá?" Ég: "Hahaha. Var svöng, er búin ad borda. En viltu fara á örstutt kaffihús um ellefuleytid?" Ég hef ekki heyrt í Ragnheiði síðan, og þetta var í fyrrakvöld. Spurning að athuga hvort einhver hafi dáið nýlega við tökur á blóðugu atriði í kvikmynd.

Er það annars öfga pólitísk ranghugsun að hlæja að tilhugsuninni um samkynhneigða hryllingsmynd? Eða bara eðlilegt að finnast fyndið að detta þetta í hug. Og skemmtilegt. Ég pant sjá myndina.

Ég datt inn á vef Alþingis í gær í þeim spennandi erindagjörðum að skoða nýju tollalögin og sjá hvernig refsiábyrgð er ákvörðuð í þeim. Gömlu lögin voru nefnilega vafasöm. Fór í staðinn að skoða nýleg þingskjöl og var forvitinn um hvar frumvarpið um réttarstöðu samkynhneigðra stæði. Á eftir að ræða það tvisvar og spurning hvort næst að klára það fyrir þinglok. Vonandi, af því virkileg framför felst í þessu frumvarpi að mjög mörgu leyti, t.d. hvað varðar skráningu sambúðar í þjóðskrá, ættleiðingar samkynhneigðra para og tæknifrjóvganir fyrir lesbíur.

En í nefndaráliti Allsherjarnefndar kemur fram að enn þora menn ekki að ganga alla leið í því að hjónaband er staðfesting á samlífi tveggja einstaklinga sem elska hvorn annan. Ekki endilega karls og konu. Um þetta atriði segir orðrétt: "Í frumvarpinu er ekki lagt til að lögum um staðfesta samvist verði breytt á þann veg að trúfélögum verði heimilað að staðfesta samvist. Engu að síður ræddi nefndin á fundum sínum um þann rétt þar sem í umsögnum og á fundum kom fram að einstök trúfélög hafa lýst yfir vilja til að fá heimild til þess."

Af hverju má ekki veita þessa heimild? Við erum að tala um heimild, ekki skyldu. Auðvitað er svo útskýrt, en ekki mjög skiljanlega finnst mér, af hverju þetta atriði fékk ekki náð fyrir augum nefndarmanna, nema Guðrúnar Ögmundsdóttur og Sigurðar Kára Kristjánssonar sem samþykktu með fyrirvara. Forvitin að vita hvaða fyrirvari það var. Til að réttlæta þessa höfnun, kemur svo fram í álitinu að lagaleg réttarstaða samkynhneigðra sé nú sambærileg við gagnkynhneigða. Sem er mjög gott. Mér finnst bara að félagsleg staða skipti jafn miklu máli. Að samkynhneigðir geti ekki gengið í heilagt hjónaband jafngildir því að segja að þeirra ást sé annars flokks. 
 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég sé engar aðrar skýringar en fordóma háttvirtra þingmanna eða einfaldlega trúarofsa. Ef þingmennirnir í nefndinni geta ekki mælt með því að gefið verði þeim leyfi sem vilja að gifta fólk af sama kyni getur ekkert annað komið til greina en öfgakenndar trúarhugmyndir eða hreinir fordómar gegn samkynhneigðum. Ennogaftur ...hvað er þetta fólk að gera þarna!!!

Eva (IP-tala skráð) 22.4.2006 kl. 23:04

2 Smámynd: Þórir Hrafn Gunnarsson

Það kemur nú fyrir að íhaldið kemur upp í Íhaldinu...

Það yrði nú voða gaman að sjá Guðrún Ögmundsleggja þetta fram sem þingmannsfrumvarp... hún mætti þá alveg gera það í samfloti með Sigga Kára...

Strumpakveðjur :)

Þórir Hrafn Gunnarsson, 23.4.2006 kl. 01:40

3 Smámynd: Anna Pála Sverrisdóttir

Haha, það yrði flott flutningsmannadúó. Meira svoleiðis inni á Alþingi. Ég veit ekki með trúarofsa þingmanna, fjölmiðlaástæðan er a.m.k. að kirkjan þurfi meiri tíma til að afgreiða málið. En hún getur alveg gert það þótt Alþingi gefi frítt spil.

Anna Pála Sverrisdóttir, 23.4.2006 kl. 14:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband