Nöttararnir á Filippseyjum

bloggmyndir.jpg

"Anna Pála, þú ert búin að sofa í fimmtán og hálfan tíma." Ég fór á fætur um klukkutíma seinna, klukkan eitt í dag. Veit ekki alveg hvað er að gerast en ég hef ítrekað sofið svona rosalega að undanförnu. Tengist kannski því að hafa minna að gera núna en undanfarin þrjú ár eða svo. Og ef svefninn getur losað mig við þetta ógeðs kvef úr lungunum og hor úr nefinu verð ég sátt. Svo dreymir mig gott rugl og tala reglulega og mikið upp úr svefni. Bjarnið segist þó ekki greina orðaskil nema einstaka upphrópanir á borð við JÁ! sem er eins gott. Hugmynd að hafa diktafóninn í gangi eina nótt og rannsaka málið sjálf, kannski kemst ég að einhverju nýju.

Annars var ég að horfa á fréttir og að sjálfsögðu, eins og ég bjóst við, eru nöttararnir á Filippseyjum jafn hressir og ávallt á föstudaginn langa. Fréttastofurnar sýndu blæðandi bök og öskrandi fólk sem var sjálfviljugt neglt á krossa. Athyglisvert að NFS varaði við myndunum en RÚV ekki við þeim sömu. Allavega, ég ætla að vera fordómafull og segja að ég skil ekki alveg tilganginn með þessum þjáningum. Tilgangurinn er að mér skilst að sýna fram á samlíðan með þjáningum Krists á krossinum og minnast fórnar hans. Sem er gott og gilt markmið. Það sem skilur að er Filippseyingarnir þjást en hverju breytir þeirra fórn? Til að komast nálægt áhrifum aðal píslarvottarins á heiminn, held ég að þeir ættu að finna upp á einhverju nýju. Píslarvætti er ekki raunverulegt nema þú færir raunverulega fórn. Og það er af nógu að taka í heiminum sem mætti fórna sér fyrir, rétt eins og fyrir tvö þúsund árum. En kannski er þetta þeirra leið til að komast nær Guði, hvað veit ég.

Talandi um nöttara. Til hamingju Ítalía, með að skipta um stjórn! Það hefði líka verið óhuggulegt til þess að hugsa að hægt sé að kaupa sér kosningu eins og Berlusconi reyndi leynt og ljóst að gera. Ástandið á Ítalíu sýnir okkur að vissulega er viturlegt að setja sér lög um eignarhald á fjölmiðlum, jafnvel þótt þau hafi verið illa fram sett á sínum tíma og hugsanlega ekki á réttum forsendum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ, og góðan daginn, Anna Pála. Ég ætla að að gefa smá comment á þínu blog í sambandi við "nöttararnir á Fillipseyjum". Ég er sko frá Filippseyjum en er búin að vera hér á Íslandi í 11 ár. Finnst þér ekki svolitið...hvað á ég að segja...segjum bara "unfair" að kalla þetta act of faith, crazy? Nú ætla ég bara að skrifa á ensku svo að ég get tjáð mig betur.
There are many things in this world that we certainly don´t understand. There are beliefs that are so unfamiliar to us. We get a glimpse of strange people from far away places on the telly all the time (try Discovery Channel). There are so many things that are so ugly that it´s unbearable to even think about it.
People are killing each other everyday. That´s crazy. People are shooting innocent people; men, women and children. That´s crazy. Parents are killing their own children. That´s crazy.
I do agree with you because I do not understand why these catholics in the Philippines are doing this act. But I certainly don´t think it´s crazy. They are not hurting anyone but themselves and they do survive this. If it helps them to feel a little bit of what Jesus had been through I think their beliefs are renewed. I think they feel more devoted to Jesus because they somehow understand the sacrifice he did for us.
So call it whatever you want but don´t call it crazy. I can tell you that a little research on this matter will help you understand us Filipinos. We may be different but we´re certainly not crazy.

Yani (IP-tala skráð) 15.4.2006 kl. 21:02

2 Smámynd: Anna Pála Sverrisdóttir

Sæll Yani!
Takk fyrir að lesa. Og takk kærlega fyrir að segja mér þetta. Although I see that you are quite capable of reading Icelandic I´ll respond to you in English.
By crazy, I presume that you´re referring to the wording "Nöttararnir á Filippseyjum." I won´t try to defend that, although put forward in sarcasm it mirrors my prejudice. What I tried to do here, was telling in honesty that I don´t quite understand the point in these acts of faith. I tried to suggest that there might be better ways of confirming your faith. But also stated: "En kannski er þetta þeirra leið til að komast nær Guði, hvað veit ég." And of course nobody can tell them what is right for them except for themselves, as long as they don´t hurt others.
However, I´m more concerned about the fact that the headline may imply I think Filipinos in general are nuts. That is certainly not what I think as I was only referring to this small group of people. In fact the only Filipino I´ve gotten to know personally; my pal Marsha Silao from Menntaskólinn við Hamrahlíð; I am very fond of.
Ég vona að þetta útskýri :) Og líði þér sem allra best á Íslandi.

Anna Pála Sverrisdóttir, 18.4.2006 kl. 22:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband