Komin upp úr kafinu

Prófin búin og maður er orðinn Persónuverndari í fullu starfi. Gaman að því. Nokkrir hlutir sem ég hef þörf fyrir að koma á framfæri í stuttu máli áður en ég held áfram að vinna:

-- 

Ég er ekki sérstakt júrófrík, en ég er samt með hugmynd sem ég held að kæmi íslenska liðinu örugglega mun nær takmarki sínu á fimmtudaginn. Einhvern veginn myndi stemmningin alveg breytast ef skipt yrði bara um einn bókstaf í textanum: "This Is My Wife!"

--

Vefritið okkar tengir í dag á alveg frábæra bloggfærslu Sigrúnar Óskar, ritstjóra Skessuhorns á Akranesi, um málefni flóttamanna og Akranesbæjar. Hún tekur saman tíu staðreyndir í málinu eftir að hafa greinilega skoðað það vel. Sjálf hef ég margt um þetta að segja en meira um það síðar.

--

Það er allt brjálað að gera við þinglok eins og alþjóð veit og áðan kom upp með um eins og hálfs tíma fyrirvara að Kata okkar kæmist ekki til að flytja sinn reglulega pistil í Útvarpi Sögu. Konan sem tók að sér verkið í staðinn er hún Eva Bjarnadóttir framkvæmdastjóri Ungra jafnaðarmanna - og hetja dagsins - því henni tókst að gera alveg frábæra hluti þrátt fyrir þennan skamma fyrirvara og messaði meðal annars yfir lýðnum um siðferði í neyslu. Talandi um hana Evu, þá erum við tvær og fleiri hressar stelpur búnar að leigja sumarbústað og ætlum á Tengslanetið á Bifröst. Það var svo frábærlega gaman þegar ég fór fyrir tveimur árum að ég hlakka ofboðslega til. Skrá sig og mæta stelpur! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband