Það er sól úti krakkar

... og inni á skrifstofunni hjá mér, sem nú verður yfirgefin!

Heyrði að veðurgoðin á Dalvík spái góðu sumri. Ég hef tröllatrú á að það reynist rétt. Nógu vel byrjar það. Frábær dagur í gær með sól og blíðu, mannlíf og baráttuanda í miðbæ Reykjavíkur. Flottar myndir í blöðunum í dag, m.a. af snillingum úr Stúdentaráði HÍ með "Sigurður Kári borgaði ekki skólagjöld!" borðann sinn. Samfylkingin á Borginni að vanda með skemmtilega samkomu: Góðar áminningar frá frá forsvarsmönnum BHM og Félags einstæðra foreldra og eldur út úr hjörtunum á Ingibjörgu Sólrúnu og Jóhönnu Sigurðar.

felagshyggjuverdlaunÉg afhenti fríðum flokki Félagshyggjuverðlaun UJ. Starfsfólk Barna- og Unglingageðdeildar Landspítalans og Rannveig Traustadóttir prófessor fengu verðlaunin í ár. Auk þess fékk Jóhanna okkar sérstaka heiðursviðurkenningu, n.k. heiðursóskar, fyrir þriggja áratuga starf á Alþingi og að hafa aldrei á starfsferlinum vikið frá jafnaðarhugsjóninni.

Allir verðlaunahafarnir fluttu svo flott þakkarávörp að þeim tókst miklu betur en mér sjálfri upp við að sýna hvers vegna þeir voru þarna. En um BUGLið sagði ég m.a. að ef velferðarsamfélag getur ekki hjálpað börnum með geðræn vandkvæði almennilega, hvað getur það þá? Ef eitthvað á að vera í lagi hjá okkur, þá er það einmitt sú starfsemi. Hetjurnar sem vinna þar búa við ofboðslegt álag í starfi. Nú hefur reyndar náðst að vinna nokkuð á biðlistanum fræga - úr 160 niður í 100 börn. Það er samt hundrað of mikið.

Rannveig Trausta er félagsfræðingur og prófessor við HÍ. Hún á að baki alveg ofboðslega flottan feril í rannsóknum og þróun á skólanum. Rannsóknirnar hennar hafa beinst að minnihlutahópum í samfélaginu, s.s. innflytejndum, fötluðum og samkynhneigðum. Mastersnám í fötlunarfræðum, kynjafræðum og uppeldis- og menntunarfræðum hefur hún átt góðan þátt í að byggja upp. Henni tókst alveg merkilega vel til með örfyrirlestur um fræðin, fyrir okkur sem sátum og gúffuðum í okkur kaffi og kökum á Borginni. Meðal annars um mikilvægi þess að skoða stöðu minnihlutahópa í samhengi - ekki bara skoða einstaklinga og hópa út frá t.d. kynhneigð eða kynþætti heldur taka marga þætti inn í rannsóknirnar. Bottomline með Rannveigu sem verðlaunahafa finnst mér vera að hún gerir okkur kleift að lifa sem jafningar, öll á okkar eigin ólíku forsendum.

Farin út í vorið! (Til þess að labba heim og læra fyrir próf...) 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband