Spólað í sömu hressandi hjólförunum

spolaMér er gerður sá heiður í dag að pistlinum mínum er svarað í Fréttablaðinu. Þetta er eins og að vera tekinn í áramótaskaupinu - nauðsynlegt að tækla mann. Ókei, kannski ekki alveg.

Einkar skemmtilegt er að Elli gerir í pistlinum sínum nákvæmlega það sama og ég var að skammast í VG fyrir í mínum pistli, sem er þetta: En það var athyglisvert að sjá hvernig Vinstri græn höguðu málflutningi sínum. Í stað þess að leggjast með á árarnar í því að vinna málstaðnum gagn var reynt að klína því á Samfylkinguna að vilja skólagjöld þegar það blasir við að hefði Sjálfstæðisflokkurinn fengið að ráða yrðu skólagjaldaheimildir í frumvarpinu, en eru það ekki vegna afstöðu Samfylkingarinnar.

Svo hélt ég áfram: Það eru ekki að koma skólagjöld. Punktur basta. Við getum því öll snúið okkur að öðru, svo sem því neytendamáli að lækka verð á hvítu kjöti eins og formaður Samfylkingarinnar hefur lagt til.

En Elli spyr: Á ég að skilja þetta þannig að hún vilji frekar berjast fyrir einhverju sem formaðurinn hennar er sammála? Finnst henni mikilvægara að tryggja ódýrara kjúklingakjöt heldur en jafnrétti til náms? Ég má semsagt ekki berjast fyrir þessu kjarajöfnunarmáli heldur á að hengja mig í það sem er ekki að fara að gerast? Hérna verður freistandi að spyrja hvort Elli hafi s.s. meiri áhuga á að reyna að hengja Samfylkinguna fyrir glæpinn sem ekki var framinn, heldur en að fæða lýðinn á aðeins ódýrari hátt. Hverju skilar það VG og samfélaginu?

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir

Las maðurinn ekki pistilinn þinn. Bara fyndið.

Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir, 30.4.2008 kl. 14:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband