Nýtt líf í Helguvík

RUV_grodursetningUngir jafnaðarmenn og Græna netið brugðu sér út í Helguvík í gær. Tilgangurinn var táknrænn: Við gróðursettum á iðnaðarsvæði fyrirhugaðs álvers. Með þessum nýju vaxtarsprotum var markmiðið að beina athyglinni að fjölbreyttari möguleikum í atvinnuuppbyggingu á Suðurnesjum en þeim að smella mengandi álveri niður í bakgarðinum hjá bæjarbúum í Reykjanesbæ og í Garði. Vel við hæfi á degi umhverfisins. Það var einkum tvennt sem við vildum vekja athygli á en það eru nýjar fréttir sem mæla gegn uppbyggingu álvers. Annars vegar kemur fram í ársskýrslu Hitaveitu Suðurnesja að fjölda smærri aðila hefði verið vísað frá með beiðnir um orku þar sem henni hefði verið ráðstafað í álver nú þegar. Hins vegar að í ljósi nýjustu frétta um framúrkeyrslu í mengun frá álveri Norðuráls á Grundartanga, verður að setja mjög stór spurningarmerki um hversu mikið þetta sama fyrirtæki mun menga í Helguvík. Hér er fréttin hjá RÚV.

--- 

Rondó er gott útvarp. Ég hef helst notað það til að hlusta á við vinnu þegar einbeitingin þarf að vera í lagi því þá vill hún batna, öfugt við ef ég hlusta á margt annað. Tilþrif í klassískum söng eru það eina sem fær mig til að slökkva á Rondó af því hann virkar truflandi á mig, öfugt við djassinn. Og nú er ég að hlusta á Rondó til að reyna að róa mig í svefn. Ég þarf að lesa fyrir próf og vesenast í Félagshyggjuverðlaunum UJ á morgun. Óska hinum nátthröfnunum sem eru að lesa þetta eftir að ég fer að sofa - og landsmönnum öllum auðvitað - alveg sérlega góðrar nætur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gott og ferskt framtak hjá ykkur.  kv  gb

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 27.4.2008 kl. 15:06

2 Smámynd: Eva Kamilla Einarsdóttir

Skógrækt fer okkur vel!

Eva Kamilla Einarsdóttir, 27.4.2008 kl. 15:57

3 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Frekja ykkar umhverfisöfgafólks í Rvík. á sér lítil takmörk.Fengu þið leyfi hjá sveitarfélaginu Garður  til að valsa þarna um.Og fenguð þið leyfi Norðuráls sem hefur lóðina.Ef ekki er búið að fjarlægja þetta þá skora ég á ykkur að gera það sjálf.Þið ættuð frekar að gróðursetja njóla við Ráðhúsið í R.vík,það væri við hæfi.

Sigurgeir Jónsson, 27.4.2008 kl. 16:28

4 identicon

Samkvæmt frétt í Morgunblaðinu, þá hefur losun gróðurhúsalofttegunda minkað um 20 prósent í Álverinu í Straumsvík og flúormengun um 98 prósent.

Þessi hrísla sem þið gróðursettuð þarna mun standa eins og hrísla í vindi og sennilega deyja áður en næsti vetur er liðinn.

Ég held þú ættir að skoða umhverfi  álversins í Straumsvík og svo umhverfi   fyrirtækjanna sem eru þarna á svæðinu. Það er talsverður munur á hversu það er miklu snyrtilegra hjá álverinu.

kveðja.

Rafn

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 27.4.2008 kl. 17:43

5 identicon

Þegar ég var unglingur fór ég oft útá Berg, eins og kallað var.  Þar á meðal í Helguvík.  Þetta er með hrjóstugustu svæðum Íslands, og bara gott ef að það er hægt að skapa atvinnutækifæri í þessari auðn.  Að reyna að rækta þar eitthvað er eins og að boða guðsorð í helvíti. 

Ólafur B. Jónsson (IP-tala skráð) 27.4.2008 kl. 22:08

6 identicon

bahahahhah..  eru þessir menn sem commenta hér lélagir leikarar í lélegri falinni myndavél?

Geiri Maggi (IP-tala skráð) 27.4.2008 kl. 22:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband