Dama sem kann ad skemmta ser. Bradum verd eg ad kvedja Cape Town

Ta er komid ad tvi ad kvedja fallegu Hofdaborg og halda upp til fjalla i Lesotho. Heldum reyndar ad flugid til Bloemfontein (sem er eda var ein af tremur hofudborgum S-Afriku) vaeri sex i fyrramalid, en upps, tad er annad kvold. Tad liggur alveg ljost fyrir ad hingad verdur madur ad koma aftur einhvern timann. Hvad um tad.

Serstakt ad hugsa til tess ad her erum vid i einu af adeins tveimur Afrikulondum ferdarinnar. Cape Town er alveg magnadur stadur ad vera a og gaman ad upplifa tad sem manni finnst alvoru Afrika en to ekki. Vid skulum atta okkur a tvi ad tetta er heimsborg, algjor dama, med 55 milljonir ibua. Dama kannski, en kann ad skemmta ser og er flokinn personuleiki.  

Bara tad ad keyra um borgina er skemmtun utaf fyrir sig tvi hverfin eru olik og allt ber fyrir augu. Borgin hangir utan i fjollunum, svolitid eins og Vestfjardathorpin. Vorum svo heppnar ad fa fylgd heimamanns, George Cazenove, sem var a Islandi nylega og er mikill vinur Kormaks og Skjaldar. Samraedur foru vitt og breitt, um borgina sjalfa, um ad taka ahaettu i lifinu, um Island og stelpuna sem hann vard skotinn i tar. Storskemmtilegur madur.

Svo er tad Robben eyja. Tar var Nelson Mandela fangi i 27 ar, en sannarlega ekki eini politiski fanginn tar. Serstakt til tess ad hugsa hvad menn hafa getad rettlaett fyrir ser. Sigldum ut i eyjuna, sem tok um klst, og fengum leidsogn fra fyrrum fanga sem var algjor dasemd. Hugsa ser ad hafa upplifad martrodina og maeta nu reglulega i vinnuna a sama stad. En hann gat hlegid ad tessu ollu nuna. Opnadi fyrir okkur hurdina sem hann kom fyrst inn um og skellti henni aftur. Bamm. Fimm ar i helviti. Hvenaer aetli Guantanamo verdi ad svona stad? Vissud tid ad politisku fangarnir a Robben eyju voru kalladir hrydjuverkamenn?

Hvet ykkur til ad kikja a Green Point markadinn a sunnudegi ef tid komid hingad. Risa markadur sem teygir sig svo langt sem augad eygir. Alls konar afriskt dot til solu. Mikil sorg ad eiga litid plass i bakpokanum og litla peninga. Armband ur krokodilaskinni og eitthvad fleira vard to ad fa ad fljota med. Er med samviskubit utaf grey krokodilnum.

Og krakkar: Munid ad nota alltaf hjolahjalminn... (Er odum ad jafna mig en er ennta med nett minnisleysi um ymislegt sem gerdist t.d. heima adur en eg for og gleymi morgu jafnhardan. Gaeti frikad ut en kys ad slappa af). 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ hæ.
Ætlaði bara að kasta á þig kveðju. Farðu nú varlega og gangi ykkur vel. Við munum örugglega heimsækja þessa síðu reglulega. Hafðu svo bara ofarlega í huga að fall er fararheill :o)
Kærar kveðjur frá Selfossi, Sigrún og Margrét Lin.

Sigrún Hreiðarsdóttir (IP-tala skráð) 17.9.2006 kl. 21:52

2 identicon

Jó hó fröken góð!! Bara strax orðið lítið pláss í pokanum og peningaleysi ;) og ferðin rétt að byrja!! Ja ekki er það nú gæfulegt. Annars bestu kveðjur frá Ísa köldu landi,- norðurlandi meira að segja. Fylgist með þér góan!! Þín ástkæra og ylhýra....ÞHelga

ÞHelga (IP-tala skráð) 19.9.2006 kl. 22:04

3 identicon

VÁ, gaman að lesa ævintýrin ykkar! Magnað með fangelsið hans Nella Della! Skrýtið með minnisleysið, er þetta bara langtímaminni? Er eðlilegt að slatti úr LTM hverfi þegar maður dettur af hjóli? Skemmtið ykkur ógeðslega vel og njótið ferðarinnar, hún verður búin áður en þið vitið af!

Kossar Kristín Tómas

Kristín Tómas (IP-tala skráð) 20.9.2006 kl. 10:33

4 identicon

VÁ, gaman að lesa ævintýrin ykkar! Magnað með fangelsið hans Nella Della! Skrýtið með minnisleysið, er þetta bara langtímaminni? Er eðlilegt að slatti úr LTM hverfi þegar maður dettur af hjóli? Skemmtið ykkur ógeðslega vel og njótið ferðarinnar, hún verður búin áður en þið vitið af!

Kossar Kristín Tómas

Kristín Tómas (IP-tala skráð) 20.9.2006 kl. 10:34

5 identicon

Það eru einhver læti í Taílandi, bara svo þú vitir það... http://mbl.is/mm/frettir/erlent/frett.html?nid=1224484

Sindri bró (IP-tala skráð) 20.9.2006 kl. 15:30

6 identicon

Vildi bara kvitta fyrir mig. Ótrúlega gaman að lesa um ævintýrin. Vonandi batnar þér fljótt af byltunni. Skemmtið ykkur rosa vel.
Kveðja Laufey

Laufey Kristín Skúladóttir (IP-tala skráð) 21.9.2006 kl. 13:37

7 Smámynd: Vigdís Sigurðardóttir

Jæja nú vil ég fara að fá fleiri fréttir af ykkur stöllum, farin að sakna þín voða mikið Anna Pála mín!!! Já og til hamaingju með afmælið á þriðjudaginn, vona að sms ið mitt hafi skilað sér :) KNÚS af klakanum!

Vigdís Sigurðardóttir, 22.9.2006 kl. 00:23

8 identicon

Hæ langar bara ad segja til hamingju med ferdina í afríku tad er deginum ljósra ad tetta er med fegurstu stödum(sudur afríka) fór svona ferd fyrir norrkum árum ein frá íslandi og hitti fólk úti sem ég ferdadist med í 4 vikur byrjudum í namibíu og endudum tar líka..Gangi ter vel og góda ferd...kvedja frá danaveldi

Gudrún Hauksdóttir (IP-tala skráð) 25.9.2006 kl. 14:29

9 identicon

Ekki mun þetta vera alveg rétt...
"tetta er heimsborg, algjor dama, med 55 milljonir ibua."
Skv. http://worldatlas.com/citypops.htm er Höfðaborg með 3.092.000 íbúa.

94. Adis Abeba, Ethiopia - 3,112,000
95. Athina, Greece - 3,103,000
96. Cape Town, South Africa - 3,092,000
97. Koln, Germany - 3.067,000
98. Maputo, Mozambique - 3,017,000
99. Napoli, Italy - 3,012,000
100. Fortaleza, Brazil - 3,007,000

Suður-Afríka er með 44,344,100 íbúa skv. sömu heimildum.

Gylfi (IP-tala skráð) 28.9.2006 kl. 09:11

10 identicon

Blessuð og sæl. Þetta mál með Robben eyju er náttúrulega allt saman mjög sorlegt... en blaðakonan hlýtur nú að vita fyrir hvað Mandela var fangelsaður. Hann var nú langt frá því að vera blásaklaus. Það voru einhvers staðar í kringum 26 lögregluþjónar sem létu lífið í beinum afleiðungum af þessum frægu ofbeldisfullu mótmælum sem hann skipulagði.

Bragi Þór Valsson (IP-tala skráð) 29.9.2006 kl. 10:30

11 Smámynd: Anna Pála Sverrisdóttir

Haha. Einhver misskilningur i gangi vardandi tolur herna. Kannski hefur einhver ibuinn verid svona grobbinn, eda eg aetlad ad skrifa bara fimm milljonir. (eg man tad ekki :)

Og Bragi: Tad er audvitad rett ad sjaldan veldur einn ta tveir deila. Brotin a svortum ibuum S-Afriku voru jafn grof fyrir tad. En eg get sagt ter ad eg raeddi mikid vid folk og hugsadi tessi rasistamal tegar eg var tarna. Tetta er ekki einhlitt og madur getur ekki varist tvi ad hugsa um hvernig madur sjalfur vaeri, ef eg hefdi til daemis faedst i Pretoriu og verid hluti af afrikaans hvita folkinu.

Anna Pála Sverrisdóttir, 30.9.2006 kl. 14:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband