14.7.2007 | 14:27
Fyrsti samkynhneigði forsetinn?
Gjaldmiðill dagsins er nígeríska næran.
Sell-out vikunnar er Rebecca Loos.
Síðast en ekki síst er afmælisbarn dagsins Dagbjört Hákonardóttir. Til hamingju elskan.
---
Svo er ég með hugmynd. Var að skoða Gay Pride blaðið í gær. Og allt í einu rann það upp fyrir mér: Hvernig væri að Ísland eignaðist fyrsta samkynhneigða forsetann? Hefur samkynhneigður einstaklingur kannski nú þegar orðið forseti eða forsætisráðherra einhvers staðar? Ef svo er má gjarnan upplýsa mig. Annars finnst mér þetta frábær hugmynd í ljósi þess að Óli muni að líkindum segja þetta komið gott að kjörtímabilinu loknu. Sjálfstæðismenn er sagt að séu nú þegar farnir að leita að sínum kandídat. Hvernig væri að Samtökin ´78 gerðu það sama?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Það hafa örugglega verið allavega nokkrir samkynhneigðir forsetar og forsætisráðherrar, svona ef maður skoðar hlutföllin. Hinsvegar héldu þeir sig í skápnum. En já ég held að enginn hefur komið út í embætti, væri gaman að sjá Íslendinga taka það skref. Finnst líklegast að það gerist í einum af þeim 10-20 löndum í dag sem eru nálægt fullum réttindum samkynhneigðra (þar á meðal Ísland.
Annars finnst mér ekki þörf á að viðkomandi tengist endilegra Samtökunum 78, þó að það séu ágætis samtök. Bara best að hann fari svipaða leið og aðrir í pólitíkinni á eigin forsendum, spili út "kynhneigðarspilið" sem minnst. Í raun er þetta sama og með konur eða aðra kynþætti, jafnrétti er ekki náð þegar fyrsti einstaklingurinn nær embætti og öllum finnst það voða merkilegt. Jafnrétti er náð þegar fólk lyftir sér ekki upp við það, að forsetinn geti verið samkynhneigður án þess að kynhneigð hans sé tekin fram í hverri blaðagrein.
Geir Jónsson (IP-tala skráð) 14.7.2007 kl. 14:47
Sagnfræðingar eru nokkuð vissir um að sjálfur Abraham Lincoln hafi verið bi...ef ekki bara flaming gay! Í bókinni "The Intimate World of Abraham Lincoln" eftir C.A. Tripp er kafað nokkuð djúpt í málið og margt forvitnilegt hefur komið í ljós um karlinn vann sér það annars til frægðar að stofna Repúblikanaflokkinn!
Raunar halda margir því fram líka að forveri Abe´s, James Buchanan hafi líka verið hommi, en um það eru ekki jafn afdráttarlausar heimildir, en hann var samt sem áður eini Bandaríkjaforsetinn fyrr og síðar sem aldrei giftist, né var við kvenmann kenndur.
Róbert Björnsson, 14.7.2007 kl. 18:33
vert þú sá fyrsti, ég skal kjósa þig.
Halla Rut , 15.7.2007 kl. 03:00
Var ekki einhverntíman saga í gangi um að Vigga hafi verið fyrir skvísurnar? Mig minnir það allavega. Hún hefur aldrei verið við karlmann kennd svo lengi sem ég man eftir mér, fyrir utan þann sem hún eignaðist dóttur sína með.
Ómar Örn Hauksson, 15.7.2007 kl. 04:43
Ómar hún Vigdís átti "vin" allan tíman sem hún var forseti en vildi aldrei hafa það opinbert.
Halla Rut , 15.7.2007 kl. 11:09
Er Ólafur Ragnar Grímsson þá 5. gagnkynhneigði forsetinn? Eða er hann kannski 4. karlkyns forsetinn? Skiptir það einhverju máli? Held ekki, ekki frekar en að Vigdís hafi verið fyrsta konan til að gegna embættinu, eða að næsti forseti verði hommi. Hefur einhvern tímann verið sköllóttur forseti? Hver var síðasti feiti forsetinn? Hvenær eigum við von á fyrsta svarta forsetanum?
Skemmtilegar pælingar, en eiga ekki að skipta neinu máli.
Ef svo vildi til að næsti forseti lýðveldisins sé hommi, þá skiptir það bara engu máli og kemur engum við. Ekki frekar en að það hafi komið okkur við hver "vinur" Vigdísar hafi verið.
Það er mér hjartans mál að svona hlutir skipti engu máli, sjá einnig hér: http://omarsmara.blog.is/blog/omarsmara/entry/250372/
Vonandi verða forsetar framtíðarinnar bara einhverjir sem við getum verið stolt af og verða verðugir fulltrúar þjóðarinnar, mér er alveg sama þótt viðkomandi verði lítill, sköllóttur, feitur, samkynhneigður svertingi frá Fáskrúðsfirði.
Jæja, búinn að tuða smá, hafði ekkert tækifæri fengið til þess í morgun og líður miklu betur núna. Takk fyrir mig.
Hreinn Ómar Smárason, 15.7.2007 kl. 11:39
-Auðvitað hlýtur að vera til fullt af skápastjórnmálamönnum. En það gerir ekki mikið fyrir baráttuna eða hvað.
-Ef ég býð mig fram til forseta fylgir með karlmaður í pels. Hann er líka búin að æfa sig að vinka.
-Svo er ég sammála síðasta tuðara að það á ekki að skipta máli hver kynhneigð forsetans er meðan hann stendur sig í djobbinu. En til þess að það verði sjálfsagt þurfum við kannski að sjá eitt dæmi um samkynhneigðan forseta.
Anna Pála Sverrisdóttir, 15.7.2007 kl. 14:48
Ég er á lausu, hætt á Mogga og alveg til í að prófa eitthvað nýtt! Tæki með mér frú og tvíburasystur, rétt eins og ORG, svo fólk þyrfti ekki að venjast öllu frá grunni
Ragnhildur Sverrisdóttir, 16.7.2007 kl. 15:27
Vei afmæliskveðja! Takk takk takk! :D
En svona á þessum nótum þá er Vigga F ekki kynmóðir dóttur sinnar. Ég veð samt upp á fimmtíukall að hún sé streitari. Ég er komin með svo góðan gaydar eftir áralanga þjálfun, sjáiði til!
Dagbjört Hákonardóttir, 16.7.2007 kl. 15:42
Við áttum fyrsta svínið fyrir forseta
Oli Gris (IP-tala skráð) 26.7.2007 kl. 02:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.