Apóríið og Vestfirðir

Eru fleiri en ég sem fara stundum í bakatekið? 

Voða gaman í vinnunni á laugardagsmorgni þegar enginn svarar í símann. Annars fór ég fyrir vinnuna á Vestfirði mánudag og þriðjudag. Það var magnað. Ég hafði aldrei komið til Vestfjarða áður. Við Árni Sæberg keyrðum frá Ísafirði um Djúpið og út í Vatnsfjörð. Stoppaði vel í Súðavík á mánudagskvöldið og ræddi við gott fólk. Náðum svo að keyra út í Bolungarvík og um göngin yfir til Flateyrar áður en kom að flugi á þriðjudagskvöldið. Rosalega er Önundarfjörðurinn mikilfenglegur. Örugglega auðvelt að vera skáld þar. Merkilegt líka að sjá þetta mannvirki sem snjóflóðavarnargarðurinn er. Hann fellur reyndar mjög vel inn í umhverfið.  

Og aldrei fór ég austur. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband