Stundum bara borgar sig ekki að spara.

Mér urðu á þau skelfilegu mistök að fjárfesta í Euroshopper súkkulaði. Það gerðist í síðustu viku og enn er þetta súkkulaði til staðar í vinnuhillunni og ber þar með nafnið "varabirgðirnar" með rentu. Varabirgðirnar eru yfirleitt mun fljótari að hverfa.

Í gær fékk Sigga að ganga í varabirgðirnar og sakar mig nú um að hafa reynt að eitra fyrir sér.

Ég sem kíkti á kakóinnihaldið og það reyndist vera a.m.k. 56% sem ætti að vera merki um gæði. En kakó er víst það ekki sama og kakó. Svipað og með kaffibaunirnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórir Hrafn Gunnarsson

Þú ættir þá að smakka euroshopper "lakkrísinn"

Strumpakveðjur :)

Þórir Hrafn Gunnarsson, 12.7.2006 kl. 14:43

2 identicon

Eða neskaffilíki frá Aldi sem er Bónus þjóðverja.
Djöfuls ógéð.

Sveinn (IP-tala skráð) 12.7.2006 kl. 17:23

3 Smámynd: Villi Asgeirsson

Þú getur kvartað. Hér í Niðurlandi er Euroshopper upmarket vara. Ekkert Síríus hér, bara Euroshopper og þaðan af verra...

Villi Asgeirsson, 12.7.2006 kl. 18:25

4 Smámynd: Bjarni Már Magnússon

Ég mótmæli öllu illu tali um Euroshopper lakkrís. Þetta er besti lakkrísinn á markaðnum sé magn, bragðgæði og verð tekið með í reikninginn. Hver þolir ekki smá óþægindi í magann í staðinn fyrir að fá 500 gr. af lakkrís á 59. kr. í Bónus.

Bjarni Már Magnússon, 13.7.2006 kl. 17:32

5 identicon

SKo saltlakkrísinn frá euroshopper! Wow, það gerist ekki verra... Aftur á móti er sæti lakkrísinn frá þeim mun skárri... hann er amk ætur

joh-krist (IP-tala skráð) 13.7.2006 kl. 17:48

6 identicon

Jahumm. "Skemmtileg" skoðanaskipti hér. Annars er ég bara að plögga nýju síðuna mína www.stefanbogi.is

Stefán Bogi Sveinsson (IP-tala skráð) 17.7.2006 kl. 11:46

7 identicon

Þeir gera fínt hlaup, verst hvað verðið hækkaði eftir að nammigrísir fóru að kaupa það í erg og gríð.

Li, Hal (IP-tala skráð) 19.7.2006 kl. 22:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband