Múslimatal? Hommatal? Grey skinnin

Allir töfrarnir voru hjá Frökkum. Stundum er það bara ekki nóg.

Miklar pælingar uppi um hvað í fjandanum Mazzerati hafi eiginlega sagt við Zizou þegar þessi maður sem ekki drýpur af venjulega, sneri sér við á punktinum og skallaði gaurinn í bringuna eins og frægt er orðið. Mér var búið að detta í hug eitthvað hommatal, í kjölfar einhvers káfs í aðdragandanum og meintra geirvörtuklípinga. Halla er þó með jafnvel betri kenningu: Var Mazzerati að drulla yfir múslima?

Hvað sem því líður er athæfið auðvitað óafsakanlegt. En ég skil hann Zidane samt svo ágætlega. Auðvitað getur maður orðið reiður í hita leiksins, hvað þá ef einhver gerir í því að espa þig upp. Fann talsvert til með honum þegar hann var hvergi nálægt við verðlaunaafhendinguna. Og talandi um að finna til, af hverju gátu ekki þýsku tökumennirnir leyft Trezeguet að vera í friði eftir leikinn í staðinn fyrir að sýna hann endurtekið í nærmynd?


mbl.is Zidane kjörinn besti leikmaður HM
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Held hann hafi sagt: „Móðir þín er munaðarlaus geit!" og vísað með því í stórmyndina Three Amigos. HS

Helgi Snær Sigurðsson (IP-tala skráð) 10.7.2006 kl. 13:31

2 identicon

Þetta er óafsakanlegt. Zidane á að vera maður með það mikla reynslu að hann eigi ekki að leyfa sér að skalla annað fólk í bringuna. Hvað sem sagt er við sig. Hann hafði getað sagt eitthvað ljótt á móti og labbað í burtu. Allavega haft þroskan í það að labba í burtu og detta ekki í það að láta reka sig útaf. Ítalir eru þekktir fyrir að vera slóttugir og beita ýmsum aðferðum. En þarna sýndi Zidane á sig nýja mynd sem ætti ekki að flokkast undir 'þetta gerðist í hita leiksins'. Hann hafði auðveldlega geta sleppt þessu.

Valdís (IP-tala skráð) 10.7.2006 kl. 13:42

3 identicon

Samála síðasta ræðumanni svona reyndur leikmaður á ekki að falla í svona gryfju.En Ítalir áttu skilið að vinna betra liðið alla keppnina.

ein sátt (IP-tala skráð) 10.7.2006 kl. 15:03

4 Smámynd: Anna Pála Sverrisdóttir

Úff, ég er nú ekki sammála því. Frakkarnir voru við það að skora og voru miklu betri allan tímann eftir fyrri hálfleik. Ítalirnir voru reyndar sprækir þá.

Anna Pála Sverrisdóttir, 10.7.2006 kl. 17:12

5 identicon

Leyfum Zizou að koma með útskýringu á þessu athæfi og dæmum svo.

Böðvar (IP-tala skráð) 10.7.2006 kl. 22:40

6 identicon

"Interviewer: You apologise to them but do you really regret having done it?

Zinedine Zidane: I can't regret it because if I do it would be like admitting that he was right to say all that. And above all, it was not right. "
- http://news.bbc.co.uk/sport2/hi/football/world_cup_2006/teams/france/5174758.stm


Maðurinn er bara vangefinn. Múslimar reyndar rosalega viðkvæmir fyrir blammeringum gegn Múhammeð og mæðrum sínum. En fyrir okkur hin er mjög skrítið að grípa til svona ofbeldisfullra ráðstafana þegar einhver særir mann illilega. Þetta myndband varpar kannski einhverju ljósi á málið: http://www.youtube.com/watch?v=js0vOgjBfD8

Halli (IP-tala skráð) 13.7.2006 kl. 15:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband