Skemmtileg kenning

Ef það ríkti í alvöru jafnrétti á Íslandi, þá væri Inga Jóna Þórðardóttir forsætisráðherra. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dagbjört Hákonardóttir

Ó já. 

Dagbjört Hákonardóttir, 10.3.2007 kl. 18:52

2 identicon

Rannsóknir hafa staðfest að lágvaxnir karlmenn hafa síður möguleika á stöðhækkunum og hafa lægri laun en hávaxnir karlmenn.   Þeir - þá samkvæmt sömu skilgreiningu - njóta ekki alvöru jafnréttis.

Og talandi útfrá stjórnarsetureglugerðum Norðmanna:  Á löggjafinn einungis að binda í lög rétt kvenna?  Hvað með öryrkja?  Hvað með lágvaxna karlmenn?

Hvar endar þetta?  Er ekki bara best að ríkið tilnefni í allar stjórnir einkafyrirtækja?

Svar óskast.

Kalli (IP-tala skráð) 11.3.2007 kl. 00:41

3 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Auðvitað á löggjafinn að ráðast gegn öllu misrétti Kalli, en konur geta ekki barist fyrir alla!...lávaxnir karlmenn geta myndað sín eigin samtök!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 11.3.2007 kl. 12:09

4 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

Já, ég er nú alveg sammála því. Geir og Inga Jóna byrjuðu bæði ung í starfi í Sjálfstæðisflokknum og Inga Jóna hefur verið mjög dugleg gengum tíðina og starfað að mörgum góðum málum. Þau kynnstust held ég einmitt í Sjálfstæðisflokknum.

Það er oft talað um flokkapólitík í mannaráðningum en flokksmaskínan muldi nú ekki mikið þegar Inga Jóna sótti á sínum tíma um að verða útvarpsstjóri. Þá réð menntamálaráðherra ágætan prest sem hafði það helst til síns ágætis að hafa hlustað mikið á útvarp. Inga Jóna var miklu betri kandidat, hún var þá formaður útvarpsráðs  og sagi af sér þegar hún var sniðgengin þarna og ég hef oft harmað það að hún  skyldi ekki verða útvarpsstjóri. Þá hefði margt verið öðruvísi í íslenskri fjölmiðlun.

Inga Jóna er líka ágætur femínisti (kallar sig sennilega jafnréttissinna því Sjálfstæðisflokkurinn er ennþá þannig að það getur valdið hjartatruflunum hjá sumum þar innanborðs að heyra orð eins og femínisti)

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 11.3.2007 kl. 13:52

5 identicon

Þannig að þegar alvöru jafnrétti er náð þá munu stjórnir fyrirtækja og framboðslistar stjórnmálaflokka allir líta svona út:

1 hávaxin kona, 1 lágvaxin kona, 1 hávaxinn karlmaður, 1 lágvaxinn karlmaður, öryrkjar af báðum kynum, nýbúar af báðum kynum (meðalhæð). 

Það er rétt.  Þetta er miklu auðveldara heldur en að velja eftir hæfileikum eða láta atkvæði fólksins ráða (þau vita augsýnilega ekkert hvað þau vilja).   

Varðandi Ingu Jónu þá var það einfaldlega þannig að hún sem persóna naut ekki nægjanlegs fylgis innan flokksins.  Annað er bara afsökun.

Kalli (IP-tala skráð) 11.3.2007 kl. 15:26

6 Smámynd: Anna Pála Sverrisdóttir

Ég er jafnréttissinni og femínisti :)

Anna Pála Sverrisdóttir, 11.3.2007 kl. 16:05

7 identicon

Kalli- konur eru ekki minnihlutahópur! Þær eru helmingur jarðarbúa. 

Kristín Tómasdóttir (IP-tala skráð) 11.3.2007 kl. 18:36

8 Smámynd: Dagný Ósk Aradóttir

Ég ætla að stela smá, heyrði þetta frábæra komment um daginn. Ágæt kona sagði að fullu jafnrétti yrði náð þegar óhæfar konur yrðu í stjórnunarstöðum.

Dagný Ósk Aradóttir, 11.3.2007 kl. 19:05

9 identicon

 

Nei það er rétt að konur eru ekki minnihlutahópur en að sögn femínista þá verður að hjálpa konum sérstaklega með lögum. 

En það sem femínistar eiga erfitt með að útskýra er réttlætið í því að binda það í lög að einstaklingur sé ekki metin af verðleikum sínum.  Hvað er réttlætið í því að brjóta þá grundvallarstoð þjóðfélags okkar um að allir þegnar séu jafnir fyrir lögum?

Kalli (IP-tala skráð) 11.3.2007 kl. 20:19

10 identicon

... og Guðni væri fastur bak við stýrið á traktor út í sveit.

     

LI, Hal (IP-tala skráð) 15.3.2007 kl. 12:08

11 identicon

Á ég að vita hver þessi Inga Jóna er?

Ef það ríkti í alvöru jafnrétti á íslandi fengju þá ekki allir sem vildu að prófa að vera forsætisráðherra til skiptis?

Orri (IP-tala skráð) 15.3.2007 kl. 16:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband