SKANDALL (langþráð úrslit í málsháttakeppninni)

Ef ég væri stjórnmálaflokkur væri mér á engan hátt treystandi fyrir völdum. Ég myndi svíkja öll kosningaloforð. Hér má skjóta inn að ég var einmitt í gærkvöldi að ræða um að stofna einhvern tímann sérframboðið "Sameinaðir vinstrimenn."

En allavega. Eins og glöggir lesendur hafa eflaust tekið eftir er löngu komið að skuldadögum: Ég lofaði að birta úrslit í málshátta-slagorðakeppninni fyrir meira en viku síðan. Hér birtast úrslitin. Fyrst verðlaun í aukaflokkum, sbr. 4.gr. keppnisreglna. Vinningstillögur eru merktar með rauðum lit en læt aðra góða fylgja með í flestum flokkum.

 

Bitri gaurinn:

-Betra er vín en ástaratlot þín (Henrý Þór)

 

Úr umsögn dómefndar: "... Ber vott um vott af sjálfseyðingarhvöt...  En hver hefur svosem ekki verið fullur, bitur og melankólískur." 

 

 

Stúdentalífið:

-Betra er að fara í leiðinlegt hóf en leiðinlegt próf (Dagga)

-Betra er grænt eyra á kodda en prófatíð í Odda (Eva Bjarna)

-Betri er brestur í skógi en athyglisbrestur (Fannita Dorada)

Úr umsögn dómnefndar: "... Sérstök, ungæðisleg og kaldhæðin sýn á próftíð sem felur í sér jákvæð skilaboð ef vel er að gáð... Höfðar til breiðs hóps notenda íslenska tungumálsins sem flestir hafa tekið próf á ævinni. "

 

Lögfræði:

-Betra er að jafna lög en lögjafna (Valdi)

-Betri er firring en fyrning (Laufey)

Úr umsögn dómefndar: "... Fer beint að kjarna þess sem lögfræði skyldi snúast um og löggjafinn ávallt hafa í huga... Hugsar í lausnum, ekki vandamálum..."

 

Bjarnaflokkur

-Betra er jó en skó (?) (Bjarni Már)

Úr umsögn dómefndar: "."

 

Kynlíf:

-Skárri er lús í höfði en í klofi (Eyrún)

-Hlustaðu ef Nei segir mey (Rabbarinn)


Úr umsögn dómnefndar: "Ljóðræn og hreinskilnisleg nálgun á eitthvað sem við öll glímum við í hversdagsleikanum." 

 

Sérstök aukaverðlaun dómnefndar: Egóbústið

-Góð er Anna Pála er kemur til háttarmála. (Villi Ásgeirsson)

Úr umsögn dómefndar: "... Því má komast að þeirri niðurstöðu að Villi sé vissulega allt sem þarf." 

 

Og hér höfum við annan aðalflokkinn í keppninni:

Kosningaslagorð:

-Þekking er blekking - álver allstaðar (Jóhann Friðriksson)

-Sjaldan verður maður staur-blindur nema fullur sé  (X-D Árborg) (Sigurður Gröndal)

-Betri eru ellismellir en Skerjavellir. –XF (Stígur) (Einnig: Aukaverðlaun í flokki kosningamálshátta)

-Þjóðarsátt um lækningu við fötlun! (Henrý Þór)

-Við vinstra brjóst fjallkonunnar, slær hjartað! (Arnór Snæbjörnsson)

 

Úr umsögn dómnefndar: "... #%$!"

Og hér fer að koma að því. Hinn aðalflokkurinn var einfaldlega málshættir.

Klassíkerar framtíðarinnar:

-Hóf er best í hófi (Villi Reyr)

-Betri er koss að morgni en ást úti á horni (Villi Ásgeirsson)

-Betri er Skafís á diski, en hafís á veðurkorti. (Grétar –Einnig viðurkenning í aukaflokknum “Sértækasti málshátturinn”)

-Betri er kúkur í klósti, en í pósti (Sindri)

-Sjaldan er ein bólan stök (Vigga)

-Betra er að vera fullur af kampavíni en fullur af einhverju öðru (Ást og hamingja)

-Æ sér þjór til þynnku (Hrund) (Aukaverðlaun í flokknum)

-Betri er góður blundur en leiðinlegur fundur (Eiður Ragnarsson)

Úr umsögn dómnefndar: "Brillíant útúrsnúningur á einhverju sem við heyrum alltof oft... Heimspekilegt sjónarhorn á boð og bönn sem við setjum okkur... Býður upp á skemmtilega túlkunarmöguleika vegna mismunandi merkingar orðsins hóf... Uppreisn gegn höftum ofsiðaðs samfélags... Vinnur á í einfaldleika sínum... Bravó."

 

SIGURVEGARI KEPPNINNAR: 

Vilhjálmur Reyr Þórhallsson, fyrir málsháttinn

Hóf er best í hófi.

Dómnefndin hafði raunar nokkrar áhyggjur af því að hann væri ekki frumsaminn en hann finnst hins vegar ekki við gúglun eins og margar aðrar góðar tilraunir í keppninni. Til hamingju með þetta! Megum við tileinka okkur þennan málshátt og lifa eftir honum. Eins og heitið var, verður titli bloggsins breytt a.m.k. næstu vikuna og hugsanlega lengur vegna óhóflegs dráttar í störfum dómnefndar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég veit bara ekki hvaðan á mig veðrið stendur! Ég er upp með mér og veit ekki hvað hvað og hvað. Vil þakka móður minni fyrir móðurmjólkina og föður mínum fyrir að hafa sent mig á sjóinn til þess að það yrði nú maður úr mér. Málshátturinn ku eiga uppruna sinn frá námsárum foreldra minna í MA á sínum tíma. Þar var maður sem þótti afskaplega gott að fá sér í glas. Eitt sinn þegar hann var orðinn kenndur líkt og svo oft áður benti vinur hans honum á að hann skyldi nú fara að gæta hófs í drykkju sinni. Svaraði hann þá hinn argasti: ,,Hóf er best í hófi"

Ég mun tilkynna nýtt nafn fyrir bloggið fljótlega. Heiðurinn er slíkur að það má ekki vera vanhugsað.

Virðingarfyllst
Villi Reyr

Villi Reyr (IP-tala skráð) 26.5.2006 kl. 13:29

2 identicon

Einnig vil ég senda mínar mestu og bestu þakkir til hennar Barböru Ingu Albertsdóttur (Barbaranum) fyrir að hafa hvatt mig til dáða í þessari keppni!
Villi Reyr

Villi Reyr (IP-tala skráð) 26.5.2006 kl. 13:34

3 Smámynd: Anna Pála Sverrisdóttir

Ésús og Gvuð. Nú lendir dómnefndin í krísu, sbr. 2.gr. keppnisreglnanna! Ákvæðið er nefnilega nokkuð skýrt um að tillögur skuli vera frumsamdar og ekki hafa heyrst áður. Í dag þarf að leggjast undir feld og ákveða hvað skal gera. Hvað finnst ykkur?

Anna Pála Sverrisdóttir, 26.5.2006 kl. 13:57

4 identicon

hahaha helvítis heiðarleiki!

Villi Reyr (IP-tala skráð) 26.5.2006 kl. 14:25

5 identicon

Þessi málsháttur hefur þó legið ónotaður í fjölda ára eftir því sem að ég best veit og því lýt ég á hann sem minn eiginn, sbr. hefðalög og fleiri ákvæði laga um yfirtöku og tileinkun réttinda.

Villi Reyr (IP-tala skráð) 26.5.2006 kl. 14:28

6 Smámynd: Villi Asgeirsson

Fyrst vil ég þakka fyrir egóverðlaunin og tilnefninguna í klassíkerunum. Það snertir hjartað vinstra megin að sjá að það litla sem ég hafði til málanna að leggja náði að rista svo djúpt í dómnefnd. Hins vegar er það alveg ljóst að sigurvegarinn fór ekki eftir reglum og ætti að vera kjöldreginn við Hvarf þegar hafís er. Annars þakka ég fyrir mig og hverf á braut um sinn.

Villi Asgeirsson, 30.5.2006 kl. 07:47

7 Smámynd: Eiður Ragnarsson

Flott framlag þessi keppni og ég er bara sáttur við það að komast á blað. Og sigurvegarinn (málshátturinn) er tær snilld.

Eiður Ragnarsson, 30.5.2006 kl. 16:38

8 identicon

Mikilvægt: http://www.islandsvinir.org/pet.asp

Arngrímur (IP-tala skráð) 30.5.2006 kl. 21:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband