Stór á sex komma eitthvað sekúndum

Maður dagsins sem nú er að hefjast er Valdi vinur. Þessi mynd var tekin af okkur við mjög gott tækifæri. Ég hafði skömmu áður lent í nettri andnauð vegna mikils metnaðar í drykkjukeppni. Það var síðasta keppnisgreinin ásamt ræðukeppni á Orator-Mágus deginum (laganema-viðskiptafræðinemakeppni. Plebbi plebbason.) Erfiðið borgaði sig samt. Eftir að úrslit dagsins voru tilkynnt dansaði ég uppi á borði og var í alla staði óþolandi. Svo skáluðum við Valdi og fleiri í bjór í þessum bikar. Við bikarinn fórum í bæinn saman og ég drakk úr honum eina þrjá bjóra með góðra manna aðstoð.

Bjór er góður. Valdi er góður.


afmaeli_2006_093_13231.jpg

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góóóð! Bjór ER töff. Þú ert töff.

Ugla (IP-tala skráð) 27.4.2006 kl. 15:53

2 identicon

Ahh, vinkona mín er á undir 3 sek... það er alveg fáránlegt að sjá.
En talandi um drykkjukeppnir þá rámar mig eitthvað í þig að keppa við 2 þýskar kellingar í drykkju á Spáni um árið og syngja svo "Sofðu unga ástin mín" fyrir framan nærstadda. Eða er ég að rugla?

Dr. Sindri (IP-tala skráð) 27.4.2006 kl. 19:24

3 Smámynd: Anna Pála Sverrisdóttir

Nei þær voru nefnilega frá Bretlandi. Þetta var s.s. fegurðarsamkeppni, með hæfileikakeppni í bland. Ég tapaði. Þrátt fyrir að rústa drykkjukeppninni og fleiri þrautum. Sigurvegarinn var fjögurra barna móðir frá Belfast, hölt á öðrum og gríðarlega hress.

Anna Pála Sverrisdóttir, 27.4.2006 kl. 21:42

4 Smámynd: Anna Pála Sverrisdóttir

Nei þær voru nefnilega frá Bretlandi. Þetta var s.s. fegurðarsamkeppni, með hæfileikakeppni í bland. Ég tapaði. Þrátt fyrir að rústa drykkjukeppninni og fleiri þrautum. Sigurvegarinn var fjögurra barna móðir frá Belfast, hölt á öðrum og gríðarlega hress.

Anna Pála Sverrisdóttir, 27.4.2006 kl. 21:42

5 Smámynd: Agnar Freyr Helgason

Fyrir örstund síðan voru 3 af 4 vinsælustu bloggum blog.is þitt blogg, mitt blogg og bloggið hans Þóris. Klárlega til marks um hugmyndaauðgi og almenna snilld Röskvuliða.

Agnar Freyr Helgason, 27.4.2006 kl. 23:55

6 Smámynd: Fanney Dóra Sigurjónsdóttir

Klárlega eru Röskvuliðar fallegt og frjósamt fólk.

Og Anna Pála er fallegust og gáfuð líka!

Fanney Dóra Sigurjónsdóttir, 28.4.2006 kl. 15:47

7 identicon

Elsku besta stelpan mín, hefur þú allt þetta frá móður þinni ?
Kveðja, mamma :)

Mamma (IP-tala skráð) 28.4.2006 kl. 21:25

8 Smámynd: Bjarni Már Magnússon

Þvílíkir hæfileikar. Helena, ég er þakklát fyrir að vera af þér komin.

Bjarni Már Magnússon, 28.4.2006 kl. 22:15

9 Smámynd: Anna Pála Sverrisdóttir

Úbbs, þetta átti að vera ég en ekki Bjarnið. Ésús.

Anna Pála Sverrisdóttir, 28.4.2006 kl. 22:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband