Þetta er allt að koma

Jæja. Kirkjan er að taka vel við sér samkvæmt þessari frétt. Sem er reyndar sú lengsta sem ég hef lesið á mbl.is að ég held. Í lokin eru drög að ályktun kirkjunnar um ekki-hjónabönd samkynhneigðra, sem er þó nokkuð í rétta átt. En af hverju þarf hjónaband að vera "sáttmáli karls og konu?"

Ritstjórn annapala.blog.is fagnar þó þessari löngu tímabæru viðurkenningu þjóðkirkjunnar:

3. Þjóðkirkjan viðurkennir að kynhneigð fólks sé mismunandi og ítrekar að samkynhneigðir eru hluti af kirkju Krists og lifa undir fagnaðarerindi hans.

4. Þjóðkirkjan vill styðja allt kristið fólk í viðleitni þess til að temja sér ábyrgan lífstíl og hvetur alla, jafnt samkynhneigða sem gagnkynhneigða, til að hlýða köllun Krists til náungakærleika og ábyrgðar í kynlífi, sambúð og fjölskyldulífi.

5. Þjóðkirkjan álítur enga eina skipan fjölskyldunnar réttari en aðra. Kristur ávarpar alla jafnt án tillits til fjölskyldustöðu.

6. Þjóðkirkjan styður hjónabandið sem sáttmála karls og konu á forsendum hins kristna kærleika. Þjóðkirkjan styður ennfremur önnur sambúðarform á sömu forsendum.

7. Þjóðkirkjan styður þá einstaklinga af sama kyni sem vilja búa saman í ást og trúmennsku og staðfesta samvist sína og skuldbindingar og heimilar prestum sínum að blessa sambúð þeirra samkvæmt þar til ætluðu formi, að því er segir í tilkynningu.


mbl.is Drög að ályktun um staðfesta samvist lögð fram til umræðu á prestastefnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Agnar Freyr Helgason

Vá... þetta á nú alveg skilið klapp, klapp, klapp!

Agnar Freyr Helgason, 26.4.2006 kl. 21:17

2 identicon

Tími til kominn!

Arngrímur (IP-tala skráð) 26.4.2006 kl. 22:25

3 Smámynd: Anna Pála Sverrisdóttir

Jahá. Allir eru jafnir fyrir Guði, nema sumir. Gott að kirkjan fattar að þetta gengur ekki upp, er það?

Anna Pála Sverrisdóttir, 27.4.2006 kl. 01:47

4 Smámynd: Steinn E. Sigurðarson

Varðandi þessi 7 atriði Gunnars í krossinum þarna, þá finnst mér rétt að benda á, að endurtaka lygi nógu oft breytir henni ekki í sannleik.

Steinn E. Sigurðarson, 27.4.2006 kl. 10:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband