Knnnnús

Mér líður eins og síma í hleðslu þegar ég er knúsuð.

Það er svo gott. Ég vildi að við værum duglegri við það hér á klakanum. Sjálf kenni ég uppeldinu um áhuga minn á knúsi. Heima hjá mér þykir mjög náttúrulegt að knúsast. En ég hef fengið misjöfn viðbrögð þegar ég reyni óforsvarendis að knúsa fólk og þá sérstaklega ef ég hef ekki þekkt viðkomandi lengi eða náið. Hafið bara í huga að hér er ekki um óeðli að ræða eða kynferðislegan áhuga.

Endilega knúsið mig sem oftast, þá líður mér betur. Þegar ég var ung og í framboði fyrir Röskvu í fyrsta sinn minnist ég þess að hafa planað stofnun Snertiþarfarfélagsins ásamt félögum mínum Grétari og Hrafni. Þar var ekki um óeðli að ræða. Ekki vitlaus hugmynd, maður hefur nú verið í ýmsum vafasömum félögum í gegnum tíðina. En það er efni í aðra færslu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er svo hjartanlega sammála þér...! En þú veist líklega allt um það... Knúúús frá okkur Gauta góða...! ;) Sanders

Sandra Ósk (IP-tala skráð) 25.4.2006 kl. 21:25

2 Smámynd: Lilja Kjerúlf

Knús er okkur lífsnauðsynlegt, það var gerð rannsókn á öpum sem eru víst nokkuð skildir okkur. :-) Ef apabörnin fengu ekki snertingu þá hreinlega dóu þau.

Lilja Kjerúlf, 25.4.2006 kl. 22:27

3 Smámynd: Sigrún

vá ég er svona líka - bara knús út í eitt .. knúsa hæ, knúsa bæ .. hvort sem ég þekki fólk mikið eða lítið hehe!! besta í geimi var þess vegna að vinna á leikskóla þegar krakkarnir knúsuðu mann svona 200 sinnum á dag !! og held það sé einmitt erfiðasti parturinn fyrir mig að vera svona ein í útlöndum - fæ svo lítið af knúsum :(

HALTU ÁFRAM AÐ KNÚSA FÓLK - jafnvel þótt þú þekkir það lítið ;) Hehe ekki pæla í hvað öðrum finnst :D

Sigrún, 26.4.2006 kl. 00:07

4 Smámynd: Bergþóra Jónsdóttir

Knús er rús!

Bergþóra Jónsdóttir, 26.4.2006 kl. 09:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband