24.4.2006 | 16:13
Ljósvaki Mbl í dag: Tímasóun fyrir byrjendur
Það er hins vegar allt hægt með tölvum nú til dags. Tölvan er að sjálfsögðu nauðsynlegt atvinnutæki fyrir að ég held meirihluta fólks á vinnumarkaði og fjöldi stúdenta notast við fartölvu við námið.
Fyrsta skref. Maður kveikir á tölvunni og opnar það sem maður á að vera að fást við, svo sem glósur og greinar sem tengjast náminu. Annað skref. Opna msn spjallforritið, ef það gerist ekki sjálfkrafa. Muna að bæta inn öllum sem maður þekkir og mörgum í útlöndum til að geta spjallað allan sólarhringinn. Þriðja skref. Opna tölvupóstinn sinn, lesa alla brandara vel og eyða miklu púðri í að svara pósti sem þarf ekki að svara. Taka til í pósthólfinu í neyð ef ekkert annað er að gera. Eiga kannski tvö pósthólf.
Fjórða skref. Skoða vefsíður allra fjölmiðla á tíu mínútna fresti og lesa ómerkilegar fréttir vel. Fimmta skref. Lesa öll pólitísk vefrit og pistla Egils Helgasonar vel. Sjötta skref. Taka bloggrúntinn og skoða blogg allra vina og vandamanna tvisvar á dag. Skoða líka bloggsíður fólks sem maður þekkir ekki. Blogga sjálfur um allt og ekkert. Sjöunda skref. Fá sér iPod ef maður á ekki svoleiðis. Eyða löngum stundum í að hlaða niður lögum og skipuleggja prógrammið. Mjög mikilvægt að hafa rétta tónlist við höndina, annars getur maður alls ekki lært. Áttunda skref. Hlaða niður asnalegum bröndurum og kvikmyndabrotum, jafnvel heilu sjónvarpsþáttunum til að létta sér stífan lestur. Níunda skref. Missa sig í að plana eitthvað sem má vel gerast seinna, en verður allt í einu mjög mikilvægt að skipuleggja. Tíunda skref. Kíkja á glósurnar?
Svo getur verið gott að leggjast upp í sófa eftir erfiðan vinnudag og horfa á eins og eina eða tvær endursýningar af Sex and the City eða Boston Legal.
Anna Pála Sverrisdóttir
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Fjölmiðlar, Sjónvarp | Facebook
Athugasemdir
Einnig getur það komið sér vel að læra heima hjá sér, svo rúmið sé helst aldrei í lengri fjarlægð en 5 metrum.
Agnar Freyr Helgason, 24.4.2006 kl. 16:43
Já það reynir auðvitað svo á að vera svona duglegur, maður þarf að geta lagt sig inn á milli.
Anna Pála Sverrisdóttir, 24.4.2006 kl. 20:10
Ég bölva alltaf þessu þráðlausa neti sem var fengið á heimili mitt fyrir um ári síðan þegar ég á að vera að gera eitthvað af viti. Einnig er ég sammála síðasta ræðumanni með rúmið, ég held að mitt sé í um metra fjarlægð frá skrifborðinu mínu, sem kemur sér vel þegar námsefnið er farið að draga úr manni mátt....
Ester
Ester (IP-tala skráð) 24.4.2006 kl. 20:11
Það hefur reynst vel að koma sér í vist einhvers staðar og þurfa, auk tölvuvinnunnar, að taka til, þvo þvott, elda mat, skutla og ala upp. Alveg ný nálgun á þetta.
Er um það bil hálfnuð með prógram dagsins. Er ekki búin að opna bók.
Eva (IP-tala skráð) 25.4.2006 kl. 13:02
hehe þú varst að enda við að lýsa venjulegum skóladegi hjá mér:D nema ég kemst aldrei lengra en 9. skref... ;)
EvaKristín, 25.4.2006 kl. 14:32
Þetta er eins og talað úr mínum munni. Mig vantar þó Ipod. Kannski ég fái mér svoleiðis græju við tækifæri til að geta fullkomnað slæpelsið.
Erla Hlyns (IP-tala skráð) 25.4.2006 kl. 14:41
Ert þú konu kona?
Krissi (IP-tala skráð) 25.4.2006 kl. 19:25
En gaman að þú sért byrjuð að blogga!
Ég vona samt að þú getir lifað með því að hafa lengt enn frekar þann tíma dagsins hjá mér sem fer í netráp og saurlifnað ;)
(Skrifað af Hákoni)
Hákon (IP-tala skráð) 25.4.2006 kl. 20:05
Fokkaðu þér Krissi, þið kallmenn eruð allir sömu fhávitarnir!
Aðrir: Lovjú.
Anna Pála Sverrisdóttir, 25.4.2006 kl. 20:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.