Tvær hetjur og bágstaddir

katrin_hetja.jpg

Muniði hverjir það voru sem greiddu atkvæði á móti Kárahnjúkavirkjun á Alþingi vorið 2003? Það tóku bara fimmtíu þingmenn þátt í atkvæðagreiðslu. Níu voru á móti. Allir þingmenn VG, Þórunn Sveinbjarnardóttir og Rannveig Guðmundsdóttir. Samfylkingin olli vonbrigðum með hversu margir greiddu atkvæði með.

Hetja þessarar færslu er þó tvímælalaust Katrín Fjeldsted, læknir og þáverandi þingkona Sjallanna. Hún var eini stjórnarþingmaðurinn sem greiddi atkvæði á móti. Alvöru frjálshyggjuafstaða að gúddera ekki stærstu ríkisframkvæmd Íslandssögunnar. Enda er hún ekki á þingi lengur.

Hetjan í mínu lífi núna er hins vegar Barbara, fyrir að senda mér stöff úr réttarfari. Megi aðrir taka hana sér til fyrirmyndar. Allt efni úr Refsirétti II, Réttarfari II, Kröfurétti II og Fílunni er vel þegið. Hjálpið bágstöddum í neyð. Netfangið er aps@hi.is og msn annapala83@hotmail.com.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sú atkvæðagreiðsla mun alltaf vera svartur blettur í Íslandssögu.

Gangi þér vel í upplestrarfríinu! kossar.

Jana (IP-tala skráð) 21.4.2006 kl. 21:56

2 identicon

Sú atkvæðagreiðsla mun alltaf vera svartur blettur í Íslandssögunni.

En gangi þér sem allra best í upplestrarkvölinni.

Evgenia Ilyinskaya (IP-tala skráð) 21.4.2006 kl. 21:57

3 identicon

þú getur nú huggað þig við það að Kárahnjúkavirkjun kemur til með að búa til álklessur fyrir Bandaríkja-menn og konur..þannig að þeirra efnahagur kemur til með að vænkast....með ódýrri orku frá okkar kalda skeri.....Hugsum fallega um fávitana í vestri og gefum þeim raforku "til frekari uppbyggingar okkar friðsælu veraldar".........púffff
















gssi (IP-tala skráð) 21.4.2006 kl. 23:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband