Glötum ekki þjóðararfleiðinni

"Bonjour, madame!" Ég vil ekki hafa að það sé talað við mig á útlensku í mínu eigin landi. Það er algjört lágmark að fólk sem ætlar að búa hérna geti talað íslensku. Íslendingar mega ekki hætta á að glata þjóðararfleifð sinni. Með þessu er ég ekki að segja að ég hafi eitthvað á móti útlendingum, við bara verðum að gæta okkar að þeir verði ekki of margir í þessu landi. Við erum of fá til að hætta á það. Grín.

Ljúft að fá fallega kveðju á frönsku á rölti um Hjarðarhagann. Gat meira að segja svarað til baka, hafandi farið í einn frönskutíma á ævinni og lært þar þessa kveðju og að segja nafnið mitt. Svo skipti ég yfir í spænsku. Spænskukennslan í MH var í háum gæðaflokki og allt gott um það mál að segja. Gat hringt til Spánar og rætt við hótelfólk eftir tvo áfanga, orðin almennt viðræðuhæf eftir sex og gat lesið alvöru bókmenntir með orðabók á kantinum. Eins og einhvers staðar hefur komið fram áður, munaði ekki miklu að ég færi bara í bókmenntafræði og síðan til Suður-Ameríku á slóðir Neruda, García-Marqués, Allende og fleiri. Ef ég verð í höfuðborg Latínóanna, Miami, næsta vetur er aldrei að vita nema maður fái færi á að babbla á spænsku.

En nú langar mig líka að læra frönsku.

Annars: Áfram útlendingar á Íslandi! Kennið okkur að bræða klakann. Bætið þjóðarhaginn með því að stækka þetta mini hagkerfi okkar. Og saa videre.


f_my_pictures_saudkindin.jpg

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Anna Pála,
ég held að ég hafi sjaldan verið jafn innilega sammála nokkurri manneskju eins og þér í þessarri færslu þinni.
Sjálfur er ég kominn af Írum, og því þekki ég það hvernig það er að vera semi-útlendingur...

Garðar (IP-tala skráð) 20.4.2006 kl. 21:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband