Eigendur fjölmiðla þurfa stundum að grípa í taumana?

Rakst á netkönnun inni á talnakonnun.is í gær. Spurt er: "Mega eigendur skipta sér af fjölmiðlum?" Ég: "Bjánaspurning." Merki við "Nei slíkt væri ritskoðun" og hlæ að möguleikanum "Já, þeir verða að grípa í taumana ef þörf krefur."

Niðurstöður könnunarinnar: Nei=62,2% og J=37,8 eftir að ég hafði kosið. (Veit ekki hvað hún hefur verið í gangi lengi eða hvað margir kosið.)

Er ég forhertur fjölmiðlamaður sem skilur ekki annað en að sjálfstæði ritstjórna hljóti að verða að vera algert? Ég mundi til dæmis eftir þegar ritstjórum DV var skipt út skv ákvörðun stjórnar. Finnst fólki kannski að það flokkist undir að "grípa í taumana ef þörf krefur?" 

Þetta kann að hvarfla að manni þegar spurningunni er svarað. En ef velja þarf á milli þessara tveggja möguleika bliknar þetta atriði einhvern veginn. Og samt kjósa hátt í fjörutíu prósent þann möguleika sem inniheldur ekki nei við ritskoðun. Hvernig ætli þeir kjósendur skilgreini "ef þörf krefur?"

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er einmitt vandinn við svona kannanir, oft er fólk ekki að svara sömu spurningunni.

-Arngrímur

Arngrímur (IP-tala skráð) 20.4.2006 kl. 14:14

2 identicon

Anna Pála! Verð að leggja inn kvörtun vegna staðsetningar á metorðaskalanum... Fyrir utan að tenglaflokkurinn "Vinir" er neðstur tróni ég absólút á botninum! Är det så illa? Ást frá Gauta góða,
Sandra

Sandra Ósk (IP-tala skráð) 20.4.2006 kl. 21:10

3 Smámynd: Anna Pála Sverrisdóttir

Sandra Ósk!
Skýringin er sú að þeir sem maður setur inn fyrst, lenda neðstir :-) Þá veistu það. Fyrst hjá Guði þessarar síðu.
Þetta stendur raunar til bóta. En mér finnst leiðinda handavinna að búa til línka.

Anna Pála Sverrisdóttir, 21.4.2006 kl. 20:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband