Asía yfirgefin & Jólasveinninn tryllir lýđinn í Sydney

Ég hefđi getađ bloggađ úr flugvél í fyrrinótt. Flugvélinni á leiđ frá síđasta Asíulandi ferđarinnar. Bravó fyrir Singapore Air, besta flugfélagi heims skv. lesendum Condé Nast Traveller. Og bravó fyrir borginni sem viđ flugum til. Bestu borg heims skv. sömu lesendum. Sydney lofar nokkuđ góđu.

Rökum nóttum í Singapore var eytt í kompaníi fjögurra karlmanna. Í tíu gluggalausum fermetrum. Backpackers Cozy Corner er ekkert ofsalega kósý en vel stađsett og mjög ódýrt. Vantađi pínu upp á hreinlćti og öryggi, en hver er ađ velta sér upp úr svoleiđis.

Sérlega smart ađ labba af ţessum líklega ódýrasta gististađ borgarinnar á dýrustu hótelin í kokkteila. En ţađ er víst lélegur túristi sem heimsćkir Singapore án ţess ađ fara í Singapore Sling á Long barnum á Raffles hótelinu ţar sem sá drykkur var fundinn upp.

Pínulítil eyja. Engar náttúruauđlindir. En eitt ţróađasta og metnađarfyllsta ríki heims. Asíuland međ sterka innviđi samfélags, öfluga heilsugćslu og eitt besta menntakerfi sem finnst. Ýmsir hlutar Asíu, nýlendutími undir breskri stjórn og nútími í einum hrćrigraut. Singapore gerir mann forvitinn. Hvernig virkar ţetta land? Lítill fugl hefur hvíslađ ţví ađ metnađarfull stjórnvöld (međ sama flokk viđ stjórnvölinn frá lýđveldisstofnun fyrir ekki svo mörgum áratugum...) réttlćti átrođslu á stjórnmálalegum og borgaralegum réttindum ađ einhverju marki. Allir hafa náttúrulega heyrt um himinháar sektir fyrir ađ henda rusli á götuna eđa reykja á vitlausum stöđum. En borgin er líka óađfinnanlega hrein. Og tilfinningin ađ fólki líđi almennt vel. Lesa meira um stjórnmálin og stjórnkerfiđ ţegar tími gefst til.

Og ţađ var gaman ađ sjá metnađinn. Singapore er ekki fjölmennt land/borg. En leik- og tónlistarhúsiđ ţeirra viđ sjávarsíđuna, umdeilt og kostnađarsamt, var algjör perla. Ţótt ekki gćfist tími til ađ sjá eđa heyra ađ ţessu sinni var gaman ađ skođa "Esplanade"ađ innan og utan. Mannlífiđ beintengt međ hönnunar- og súkkulađibúđum, kaffihúsum o.fl. Fullkomiđ bókasafn helgađ leikhúsi, tónlist og kvikmyndum fléttađ inn í og nóg af listaskólastúdentum ađ lćra ţar. Veriđ ađ byggja yfir listaháskóla ţarna nálćgt ef mađur sá rétt. Hugsađ stórt.

Fyrst viđ erum ađ rćđa borgarskipulag. Stundum er amast viđ ađ útlendingar myndi sjálfstćđ samfélög innan ţess sem ţeir búa í. En ef til verđa hverfi sem heita Little India og Chinatown, ţá set ég a.m.k. báđa ţumla á loft. Í Singapore renna ţessi hverfi vel saman viđ ađra borgarhluta. En ţau gefa borginni svo mikinn aukreitis lit og bragđ.

Í Singapore var veriđ ađ jólaskreyta. Í Japan í byrjun mánađarins var komiđ jóladót í margar búđir. Og í gćrkvöldi (nú er miđnćtti á Íslandi og klukkan ađ verđa tíu hér) var kveikt á ađaljólatrénu í Sidney. Ástralir búa sig undir sumarjól og mćttu á torgiđ ađ syngja Heims um ból í stuttermabol međ jólasveinahúfu. Löggan tók sig ekki alvarlegar en ađ mćta međ jólasveinahatta og setja hreindýrshorn á hestana sína. Hvađ ćtlar lögreglan í Reykjavík ađ gera ţegar norska jólatréđ kemur? Eđa er ţađ komiđ?

Og Asía ađ baki eftir tveggja mánađa flakk. Svipmyndir í hausnum. Karlmenn ađ leiđast í Indlandi. Gulur litur um allt í Taílandi af ţví kóngurinn fćddist á mánudegi og gulur er mánudagslitur. Kínverjar sem velta sér ekki upp úr kurteisisveseni og trođa sér fram fyrir í öllum röđum -mađur kemst inn í ţetta smám saman. Japanir sem eru duglegastir og vinnusamastir en detta líka rosalega í ţađ öđru hvoru -kannski mótvćgi og hljómar eins og ţjóđ sem mađur ţekkir ágćtlega. Nepalinn í fyrirframákveđna hjónabandinu sem skildi ekki alveg hvernig deitmenningin virkar á Íslandi -en hafđi leyft syni sínum ađ giftast af ást. Og Singapore-búar sem deyja ekki ráđalausir og sólarstrandarlausir og flytja bara inn sand og planta pálmatrjám til ađ búa til skemmtiferđaeyju.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vigdís Sigurđardóttir

Held ţađ sé rétt sem ţú sagđir mér á msn um daginn ađ ég hefđi fílađ Singapore.  Heyrist ţađ alveg af lýsingunni.  Reyndar eru allar lýsingar frá ţér svo skemmtilegar og vel skrifađar ađ ţćr vekja hver ein og einasta áhuga manns á ţví ađ skođa viđkomandi stađ/heimshluta.

RISARISA knús héđan af klakanum ţar sem próflestur, orkudrykkir og joggingföt eru ađ fara ađ verđa allsráđandi...Sakna ţín snúlla!

Vigdís Sigurđardóttir, 24.11.2006 kl. 00:19

2 Smámynd: Kristján Haukur Magnússon

Ástralía er mjög skemmtileg, Ávextir seldir í fötum, brimbretti, partýmenningin, ţótt persónulega finnist mér meiri partýmenning á austurströnd Queensland en Sydney er líka frábćr. Ţađ fyrsta sem ég fékk mér ţegar ég kom til Ástralíu var kengúrukjöt, alveg rosalega gott ef eldađ á réttan hátt. Singapore er líka skemmtileg borg, ein hreinasta borg sem ég hef séđ.

Skemmtu ţér nú vel á eyjaálfunni

Kristján Haukur Magnússon, 25.11.2006 kl. 05:41

3 identicon

Hæhæ. Alltaf gaman að lesa bloggin hérna stóra sys. Skemmtu þér áfram vel og ekki gera neitt sem lætur mömmu fara á taugum:) Það verður skrýtið að hafa þig ekki hérna á jólunum, hver á núna að baka jólakonfektið og horfa á The Grinch með mér? hehe Knús og kossar frá öllum hérna heima.

Sunna Mjöll Sverrisdóttir (IP-tala skráđ) 26.11.2006 kl. 22:04

4 Smámynd: Ólafur fannberg

Ólafur fannberg, 27.11.2006 kl. 06:24

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband