9.7.2008 | 17:58
Ég hef fulla trú á Birni Bjarnasyni
Það standa öll rök til þess að Paul Ramses fái dvalarleyfi hér á Íslandi. Hann hefur sérstök tengsl við landið og mannúðarástæður standa til þess að leyfa honum að vera. Auk þess ber íslenska ríkið skyldur gagnvart barninu hans nýfædda á grundvelli Barnasáttmála SÞ sem við höfum fullgilt og þær skyldur fela í sér að vera ekki skilinn frá foreldrum sínum án þeirra vilja.
Björn Bjarnason hefur fengið á sig háværa gagnrýni varðandi þetta mál. Líklega er nokkuð til í því sem félagi minn úr Sjálfstæðisflokknum sagði: Björn er eins og geislavirkur - hann má ekkert gera án þess að allt verði brjálað. Sjálf hef ég nú oft verið mjög ósammála honum. Ég vil hins vegar rifja upp að hann var til dæmis ekki sammála aðgerðum þáverandi dómsmálaráðherra og lögreglu þegar Falun Gong leikfimihópurinn kom hingað fyrir nokkrum árum og sætti valdníðslu í boði íslenska ríkisins.
Og eins og Björn benti sjálfur á, hafði hann ekkert um afgreiðslu málsins hans Pauls Ramses hjá Útlendingastofnun að segja og vissi raunar ekki af því. Hann fær það fyrst núna til meðferðar. Ég hef fulla trú á að hann afgreiði þetta mál á grundvelli þeirra mjög sérstöku aðstæðna sem eru upp í því og tryggi Paul Ramses og fjölskyldu hans öryggi meðal vina sinna á Íslandi.
Kæru skilað til dómsmálaráðherra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Hann soldið er nú sætur,
og sárt hann Bíbí grætur,
hann sé grár,
og hann ei klár,
hann Kunta vilji ei Kinte Rætur.
http://en.wikipedia.org/wiki/Kunta_Kinte
Þorsteinn Briem, 9.7.2008 kl. 20:35
Þjóðin mun elska Björn ef hann kippir þessu i liðin.
Heidi Strand, 9.7.2008 kl. 20:58
Hvers vegna í veröldinni ætti Björn að veita manninum hæli ?. Hann hefur margítrekað sótt um vist hér á landi undir allskyns yfirskini nú síðast sem flóttamaður. Konan á vísan stað í Svíþjóð, sem hingað til hefur þótt barnvænna og betra land í alla staði, að mati Íslendinga.
Munið Gervasoni málið.
Briet (IP-tala skráð) 9.7.2008 kl. 22:10
Mikil er trú þín, kona. Sjálfur hef ég misst trúna á Birni (sbr. m.a. hér) og var þó mjög sárt um það. En ætli það verði ekki Realpolitik, sem verði ofan á að þessu sinni. Birni og Geir og Sigurði Kára er ekki stætt á því að berja hausnum í steininn í þessu máli, eins og þeir hafa þó gert með yfirlýsingum sínum. Séu þær réttar í reynd, sýna þær ekkert annað en að útlendingalög okkar eru hörkulega ranglát. Og hver setti þau? – Vísa annars á þessa vefgrein mína, með kveðju,
Jón Valur Jensson, 9.7.2008 kl. 22:37
Mamma var vön að segja að Björn væri mjög vandaður maður, en það er nokkuð síðan hún tók ákvörðun að nefna hann ekki á nafn, hún er búinn að styðja sjálfstæðisflokkinn í 78 ár.
Ef hún lifir fram að næstu kosningum er ég viss um að hún lendir í miklum vandræðum í kjörklefanum.
Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock), 9.7.2008 kl. 23:16
Það eru nú ekki allir sannfærðir um heilagleika Paul (Ramses, falsað nafn?), m.a. landar hans, sjá hér:
http://www.icenews.is/index.php/2008/07/08/kenyan-refugee-deported-from-iceland-moral-soul-searching-follows/
Gunnar Th. Gunnarsson, 10.7.2008 kl. 09:45
þ.e. sjá athugasemdir við fréttina
Gunnar Th. Gunnarsson, 10.7.2008 kl. 09:46
Ég skil ekki alveg þessa umræðu um heilagleika Pauls Ramses. Krafa þeirra sem mótmæla vinnubrögðum Íslendinga í þessu máli er sú að honum verði snúið heim til Íslands og málið tekið upp hér, en ekki sú að hann fái hér hæli án þess að mál hans sé skoðað, hvað þá að hann sé tekinn í tölu dýrðlinga.
Ástæðurnar fyrir þessari kröfu eru;
1. Það viðhorf að maður sem segist vera í lífshættu eigi að njóta vafans á meðan verið er að kanna málið.
2. Að tengsl hans við landið leggi okkur enn ríkari skyldur á herðar gagnvart honum en öðrum flóttamönnum.
3. Að fjölskyldan eigi rétt á því að vera saman og að mál allra fjölskyldumeðlima sé tekið fyrir á sama stað.
Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 10.7.2008 kl. 10:02
Gunnar. Ef Paul Ramses hefur brotið eitthvað af sér í Kenía hefðu þarlend stjórnvöld geta krafist framsals á honum og lögreglan hér hefði þá þurft að rannsaka þær ásakanir. Útlendingastofnun hefur hins vegar ekki minnst á neitt slíkt og það hefði stofnunin að sjálfsögðu gert.
Bobby Fischer fékk hér dvalarleyfi í desember 2004 og þar með pólitískt hæli hérlendis vegna tengsla sinna við Ísland, þrátt fyrir að hann hefði þá einungis verið hér í sex vikur sumarið 1972 vegna heimsmeistaraeinvígis í skák, ekki dvalið hér eftir það og hvorki átt hér ættingja eða maka, "einungis" vini.
Og þegar íslenskt dvalarleyfi dugði ekki til að fá Fischer leystan úr varðhaldi í Japan veitti Alþingi honum íslenskan ríkisborgararétt í mars 2005 eftir að Davíð Oddsson, þáverandi utanríkisráðherra, hafði beitt sér fyrir því.
Bandaríkin kröfðust þess að Fischer yrði framseldur frá Japan til Bandaríkjanna, þar sem hann átti yfir höfði sér allt að tíu ára fangelsi fyrir að hafa teflt við Boris Spassky í Belgrad árið 1992 og brotið þannig viðskiptabann gegn Júgóslavíu.
Fischer fékk ekki hæli hér á grundvelli þess að hann væri heilagur maður, enda var hann það engan veginn, og hefði væntanlega sætt hér opinberri ákæru fyrir mörg ummæli sín ef hann hefði látið þau falla hérlendis:
"They're lying bastards. Jews were always lying bastards throughout their history. They're a filthy, dirty, disgusting, vile, criminal people."
"They're all weak, all women. They're stupid compared to men. They shouldn't play chess, you know. They're like beginners. They lose every single game against a man. There isn't a woman player in the world I can't give knight-odds to and still beat."
http://en.wikiquote.org/wiki/Bobby_Fischer
Almenn hegningarlög nr. 19/1940:
233. grein a. Hver sem með háði, rógi, smánun, ógnun eða á annan hátt ræðst opinberlega á mann eða hóp manna vegna þjóðernis þeirra, litarháttar, kynþáttar, trúarbragða eða kynhneigðar sæti sektum eða fangelsi allt að 2 árum."
"Fischer played -- and won -- an exhibition rematch against Spassky on the resort island of Sveti Stefan, but the game was in violation of U.S. sanctions imposed to punish then-President Slobodan Milosevic.
In July 2004, Fischer was arrested at Japan's Narita airport for traveling on a revoked U.S. passport and was threatened with extradition to the United States to face charges of violating sanctions. He spent nine months in custody before the dispute was resolved when Iceland granted him citizenship..."
http://revisionistreview.blogspot.com/search/label/Bobby%20Fischer
Þorsteinn Briem, 10.7.2008 kl. 14:01
Ég lýsi mig sammála Evu Hauksdóttur í athugasemd hennar hér ofar. Atriðin þrjú sem hún nefnir, eru kjarni málsins.
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 10.7.2008 kl. 14:33
Ég veit ekki hverskonar "trú" þú hefur á Birni, Anna Pála, það hlýtur að vera einhverskonar villutrú því maðurinn er hreinn og klár fasisti og það að hann skuli enn sitja í embætti er ábyrgðarhluti af hálfu núverandi ríkisstjórnar. Ég veit að maður á ekki að vera vondur við veikt fólk en þennan mann ætti að vera búið að tjarga, fiðra og kjöldraga fyrir löngu síðan. Þegar hann talar um "forvirkar rannsóknarheimildir" þá dettur manni helst í hug hvort það væri ekki þjóðinni fyrir bestu að láta slíkar heimildir einnig ná til geðrannsókna, þá væri kannski hægt að takast á við vandamál Björns á viðeigandi hátt enda geta ráðherrar svosem alveg veikst eins og annað fólk. ;)
Guðmundur Ásgeirsson, 10.7.2008 kl. 15:02
Ég hef grun um að þessi "landi" Pauls sé ekki landi hans. Mig rak nefnilega í rogastans þegar ég las það sem hann skrifar því það var svo keimlíkt, jafnvel orðalagið, og íslenskur maður sagði sem hringdi í mig vegna þessa máls.
Sigurður Þór Guðjónsson, 10.7.2008 kl. 16:13
Lög og réttur í Kenía er e.t.v. ekki það sem Paul Ramses þarf að óttast, heldur hefnd glæpagengja. Glæpamenn refsa hvorum öðrum stundum grimmilega.
Gunnar Th. Gunnarsson, 12.7.2008 kl. 01:10
Hefnd glæpagengjanna - Svarta höndin lætur til skarar skríða. Höfundur Gunnar Th. Gunnarsson.
Þorsteinn Briem, 12.7.2008 kl. 02:43
Glæpagengið sem framdi þessi morð er kallað lögregla. http://www.mg.co.za/article/2007-11-05-kenya-police-suspected-of-executing-nearly-500
Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 12.7.2008 kl. 07:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.