28.6.2008 | 14:46
Þórunn snilli, álverin og femínisminn
Finnland biður kærlega að heilsa öllum! Á milli fundahalda hér á þingi Ungra jafnaðarmanna á Norðurlöndum, tókum við smá tíma í að vera í sambandi við fólkið okkar á Íslandi og koma saman ályktun um álver og ráðherra. Vona að allir hafi séð þetta allt í fréttum. Við erum ferlega ánægð með Þórunni.
Ég þarf að láta staðar numið hér og halda áfram á þinginu. Einar góðar fréttir bara: Áðan vorum við að samþykkja ályktanir og meðal annars eina frá okkur í UJ sem fjallar um jafnrétti kynjanna. FNSU sem eru þessi samtök ungra jafnaðarmanna á Norðurlöndum og nú líka Eystrasaltsríkjanna, skilgreina sig núna sem femínísk samtök. Það þurfti að taka smá umræðu um þetta og sitt sýndist hverjum en á endanum var mikill meirihluti fyrir tillögunni. Við erum ofsalega hress með að hafa náð þessu fram!!
---
Gerði smá hlé til að taka símtal við Útvarp Sögu áðan. Ægilega hressir strákar sem hringdu. Ég rak m.a. bankaráð Seðlabankans í þessu símtali þar sem það hefði engan trúverðugleika og ef þetta væri fyrirtækisstjórn væri löngu búið að henda öllum út. En það er víst önnur umræða.
Nú þarf ég að hlusta á einn fyrirlestur og svo verður farið í sánuna. Knús til allra.
Umhverfisráðherra vill ekki fleiri álver | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ein spurning á hvers kostnað er farið og hvað fóruð þið mörg ?
Jón Aðalsteinn Jónsson, 28.6.2008 kl. 15:47
Hvílík snilld hjá Eyðimerkur-Þórunni að vera á móti álverum og öðrum atvinnuskapandi framkvæmdum ! Þú ert ekki alveg í lagi mín kæra Anna Pála.
Ætli Ungir jafnaðarmenn (kommúnistar) á Norðurlöndum hafi hugmynd um hversu einangraðir þeir eru hugmyndafræðilega ? Þeir tóku smá tíma í að koma saman ályktun um álver, sem ef yrði að veruleika myndi rústa atvinnulíf á landsbyggðinni. Hressleikinn gengur auðvitað fyrir öllu.
Hvaða máli skipta annars atvinnumál, ef Ungir jafnaðarmenn fá að skemmta sér ærlega á kostnað almennings. Núna er Anna Pála komin í sánuna með súkkatinu frá Skandinavíu. Ég hef komið til Finnlands og þekki bæði sánuferðir og Vodka-drykkju. Knús-knús-knús.
Loftur Altice Þorsteinsson, 28.6.2008 kl. 18:03
Anna Pála, hvað heldur þú að umhverfisráðherra hafi að segja um málið? Hvað þá álit hans. Haltu þig bara við jafnréttið, ekki veitir af.
365, 29.6.2008 kl. 01:18
og aðrir.
1) Hér kommenta greinilega fávitar á styrk. Þeir eru ansi margir sem það gera hér á hinu blessaða bloggi Morgunblaðsins.
Blessaður sé styrkur TR og draslins. Amen.
2) 365: Hér talar umhverfisráðherra. Umhverfisráðherra! Æðsti pólítíkus umhverfismála á Íslandi. Sumir skilja ekki hvað felst í þessum orðum.
Menn ættu að troða því sem lengst upp í talhólfið á ríkisstyrkta Moggablogginu sínu.
3) Loftur Altice: Hann er enn einn styrkþeginn og talar eins og kjáni. Kommúnistar? Ef hann vill setja spurningarmerki á milli kommúnista og sósíaldemókrata þá er það í ágætu lagi. Flott hjá honum.
Það er samt þannig að að jafnaðarmann hafa byggt upp velferðarsamfélagið á Norðurlöndum undanfarin 100 ár. Það er sú stefna sem flestir virðast vera sammála. Sterkt velferðarkerfi.
Það svarar væntanlega gimpinu Lofti um einangrun jafnaðarmanna á Norðurlöndum. Innlegg hans segir meira um Loft og einangrun hans í ríkisstyrktu íbúðinni hans.
4) Jón Aðalsteinn: Til lukku með skallann. Til lukku með gleraugun. Til lukku með ennið.
Anna Pála og ungt Samfylkingarfólk verður að svara fyrir útistandið og flottheitin. Hvort ríkið sé að borga o.s.frv.
Sjálfur hef ég enga trú á því að svo er miðað við málfutning Önnu Pálu hingað til.
Jón Norðlendingur (IP-tala skráð) 29.6.2008 kl. 05:58
Í lið 2) átti þessi linkur að fylgja.
Kveðja.
- Nonni
Jón Norðlendingur (IP-tala skráð) 29.6.2008 kl. 06:00
Jón Norðlendingur (leynigestur) dembir yfir okkur ruslinu úr sálartetri sínu. Það er ekki nema von, að hann skuli vilja leynast undir búrku nafnleyndarinnar.
Svo lengi lærir sem lifir ! Leynigesturinn Jón Norðlendingur segir:
Ef leynigesturinn er ekki búinn að gleyma hvað hann meinti með þessum orðum, væri áhugavert að fá útskýringu hjá honum. Getur verið að hann hafi fengið Gvuðlega opinberun ? Að minnsta kosti, hlýtur orðræða sem endar á "amen" að vera háfleyg. Án útskýringu mun samt flestum finnast þetta vera bull.
Loftur Altice Þorsteinsson, 29.6.2008 kl. 09:46
Þetta er of gott!!! Knús á þig elsku AP, við sjáumst þegar ég sný aftur frá mínu útlandi og þú frá þínu. Hlakka til.
Sandra (IP-tala skráð) 29.6.2008 kl. 13:08
Terve!
Hvernig er þetta á þinginu? Fer mest fyrir Jytte Guteland og SSU eða hafa Norðmenn og Danir líka mikið til málanna að leggja?
Góða skemmtun í Helsinki :)
Steinar (IP-tala skráð) 29.6.2008 kl. 14:08
Þakka hamingjuóskirnar nafni Var nú ekkert sérstaklega að pæla í þessu sem þú heldur meira hvað margir héðan færu svona fyrir forvitni og hvort að ungt fólk á vegum flokkana væri styrkt af þeim í þessar ferðir og þá náttúrulega af okkur í leiðinni. En fyrst þú bendir á það þá vill svo til að við skattgreiðendur þurfum að draga all verulega saman til dæmis í okkar ferðum til erlendra landa. Og við sem vinnum í iðnaði þurfum að umbera það að allt sé gert til að draga úr afkomu og starfsvettvangi okkar með því að stöðva alla uppbygging.
Það er kannski er fávíslega spurt en er ekki hægt að halda stóran hluta þeirra funda sem verið er að halda einfaldlega með fjarfundabúnaði og tölvu ?
Jón Aðalsteinn Jónsson, 29.6.2008 kl. 15:10
Sæl Anna Pála
Þekki svona ráðstefnur af eigin raun. Hluti fundarmanna kemur til þess að læra af öðrum, upplifa og útvíkka sjóndeildarhringinn. Svo er hægt að taka skemmtanir með ef svo ber uppá. Svo er alltaf annar hópur sem fer bara til þess að skemmta sér. Krafan til Ungra jafnaðarmanna er að þeir hafi skoðanir og þori að halda þeim á lofti. Þar sýnist mér málin vera í góðu lagi.
Ég vil gera athugasemdir við málflutning tveggja bloggara hér að ofan.
Í fyrsta lagi blogg Lofts Þorsteinssonar:
a) "Hvílík snilld hjá Eyðimerkur-Þórunni að vera á móti álverum og öðrum atvinnuskapandi framkvæmdum !":
Er Þórunn á móti atvinnuskapandi framkvæmdum? Mér skilst að hún sé frekar á móti fleiri álverum, en þá er hún bara í hópi meirihluta landsmanna. Er þá meirihluti landsmanna Eyðimerkur- Íslendingar? Þetta er nú frekar þunnur málflutningur!
b)
"Þú ert ekki alveg í lagi mín kæra Anna Pála."
Ég hef orðið var við það í þessari álversumræðu að nokkrir stuðningsmenn álvera, fara fram á að andstæðingar álvera þurfi á læknismeðferð að halda vegna skoðana sinna. Þetta er lægsta stig allrar umræðu. Ef krakki segir " þú ert ekki alveg í lagi" þá hafur slíkt yfirlýsing afar lítið innihald. Ef hins vegar fólk komið á fullorðinsár skellir slíku fram, ætti viðkomandi að skoða vel hvað skrifað er eða sagt og helst láta þroskaðra fólk fara yfir ummæli áður en sett eru á prent.
Ætli Ungir jafnaðarmenn (kommúnistar) á Norðurlöndum hafi hugmynd um hversu einangraðir þeir eru hugmyndafræðilega ?
Nú hef ég ekki tilheyrt ungum jafnaðarmönnum, en hef nægjanlega þekkingu á þeim félagskap til þess að vita að það er himinn og hafa á milli skoðana ungra jafnaðarmanna hvort sem er nú hér á Íslandi eða á Norðurlöndum og skoðana kommúnista. Aftur er sorglegt að Loftur Þorsteinsson skuli þurfa að upplýsa almenning um málefnaþurrð sína. Ef Loftur væri barn að aldri væri þetta fyrirgefanlegt, en af myndinni af honum að dæma er hér maður sem er kominn af barnsaldri, nema að hann hafi fengið lánaða mynd af afa sínum til að skreyta boggið sitt. Svona málflutningur er ekki það sem fullorðið fólk ætti að halda að ungu fólki sem er að hefja þátttöku í pólitík.
Ég hef komið til Finnlands og þekki bæði sánuferðir og Vodka-drykkju. Knús-knús-knús.
Ég hef líka oft farið á ráðstefnur og fundi til Norðurlanda og þurft að hvelja til þeirra ferða samferðarfólk. Það er alltaf til hópur sem fer á svona ráðstefnur, námskeið og fundi til þess eins að drekka, fara í sána eða skemmta sér. Slíka á ekki að velja til fararinnar aftur. Slíkt er peningasóun. Fyrir hina geta slíkar ferðir verið ómetanlegar, og m.a. þar kveinka oft hugmyndir að störfum, þó þau séu ekki endilega í álversiðnaðinum. Miðað við málflutninginn myndi ég ekki velja Jón til slíkra ferða.
Í öðru lagi er blogg Jóns Aðalsteins Jónssonar. Það er algjörlega rangt að tölvusamskipti komi í staðinn fyrir slíkar ferðir. Rannsóknir t.d. á námskeiðahaldi er að hluti af námi er fólgið í mannlegum samskiptum sem ekki næst nema að ákveðnu leiti með tölvusamskiptum. Yfirleitt er kostnaður vegna slíkra ferða fólginn í flugi og gistingu og fæst oft stuðningur á móti m.a. úr norrænum sjóðum. Vísa að örðu leiti til athugasemda minna við blogg Lofts Þorsteinssonar.
Sigurður Þorsteinsson, 6.7.2008 kl. 11:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.