22.6.2008 | 01:39
Montblogg
1. Landsliðið vann Slóveníu í fótbolta í dag! Ég var þar með hideous/æðislegan bulluhatt ásamt fríðu föruneyti. Fraubært.
2. Ég á svo flott systkini. Kristján stóribróðir, Helga Vilborg mágkona og krakkarnir að gera góða hluti í Eþíópíunni. Nú eru þau að flytja frá höfuðborginni Addis og lengst út í sveit, í allt aðrar aðstæður en í borginni. Hugsa mikið til þeirra og litlu snillinganna fjögurra. Það VAR svo gaman að vera með þeim í fríinu hérna heima síðasta sumar. Nú. Sindri kláraði sjö áfanga í vor og útskrifaðist um daginn sem BS í iðnaðarverkfræði, 21 árs gamalt barnið. Gaman að sjá hvað hann fer að gera eftir sumardjobbið á Mogganum. Jæja. Sunna Mjöll kláraði grunnskólann með magnaðar einkunnir og fékk verðlaun frá menntaráði Reykjavíkur fyrir félagsþroska á sama tíma. MH fær heiðurinn af að mennta þennan snilling. Æfir handbolta, æfir fótbolta, vinnur eins og hestur og á frábæra vini og kærasta. Eins gott að við Sindri stöndum okkur jafn vel í makavalinu.
E.S: Hákon ætlar mögulega að draga mig í fjallgöngu klukkan níu í fyrramálið. Hvernig væri þá að fara að leggja sig.
E.E.S. Í þessu bloggi var meðvitað ekki fjallað um Króatíuleikinn í gærkvöldi.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 01:54 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.