Sms fyrir daga gemsanna

sms.jpg
Ég keyri daglega fram hjá styttunni af okkar merku alþýðuhetju Héðni Valdimarssyni. Og í hvert skipti finnst mér það jafn rosalega fyndið að maðurinn er augljóslega að senda sms.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður G. Tómasson

Hann var á undan sinni samtíð. Eins og sjá má vantar fæturna frá hné á Héðinn. Höfundurinn, Sigurjón Ólafsson myndhöggvari, mun hafa ætlast til að styttan yrði á stærri stöpli en sagt er að ekki væru til peningar fyrir hærri stöpli.Gárungar héldu því fram að Héðinn væri genginn upp að hnjám í þágu alþýðunnar. Sigurjón var seinheppinn með þetta, því þegar hesturinn hans var settur upp, tímdi borgin ekki að láta steypa folaldið. Það kom ekki fyrr en mörgum árum seinna.

Sigurður G. Tómasson, 15.4.2006 kl. 10:08

2 Smámynd: Anna Pála Sverrisdóttir

Haha. Það er alveg í stíl. Ekki til peningar fyrir fótum á hetjuna, ekki til peningar til að hækka lægstu launin því þá fer allt til andskotans í þessu þjóðfélagi.

Anna Pála Sverrisdóttir, 15.4.2006 kl. 15:56

3 identicon

Í minni fjölskyldu erum við sannfærð um að hann haldi á vasaljósi...

Hrund (IP-tala skráð) 15.4.2006 kl. 18:14

4 identicon

Nokkur atriði sem ekki eru ljós með hann Héðinn...

Hvað er hann eiginlega að skrifa í smsinu... hvar hleður maðurinn eiginlega gripinn... svo ekki sé minnst á stóru spurninguna... er hann ennþá með Nokia 6110?

Strumpakveðjur :)

Strumpurinn (IP-tala skráð) 16.4.2006 kl. 02:04

5 Smámynd: Agnar Freyr Helgason

Háttvirtur félagi Anna Pála!

Vertu velkomin á nýtt aðsetur mitt á alnetinu.
Http://agnar.blog.is

Kveðja,
Agnar

Agnar Freyr Helgason, 16.4.2006 kl. 21:04

6 Smámynd: Anna Pála Sverrisdóttir

Hrund; Leiðarljósi öllu heldur? Æðstistrumpur; Ég myndi klárlega telja að hann sé svona persónuleiki sem notast við 5110 í fullu fjöri enn. Og Agnar; Hvað getur maður sagt á þessum degi nema hallelúja?

Anna Pála Sverrisdóttir, 16.4.2006 kl. 23:29

7 identicon

Ja hérna, kellingin farin að blogga! á ég semsagt að byrja að hlakka til þess dags þegar ég hætti? Sofa fimmtán tíma...

Eva María

Eva María (IP-tala skráð) 17.4.2006 kl. 00:28

8 Smámynd: Anna Pála Sverrisdóttir

Sofa fimmtán tíma, blogga og stunda aðra tímasóun. Og síðast en ekki síst, spila vist með Stuðfélaginu Flamengóanum.

Anna Pála Sverrisdóttir, 17.4.2006 kl. 00:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband