28.4.2008 | 14:41
Leikstýrðir fréttatímar
Þessi grein hennar Evu þar sem hún útskýrir innkomu fjölmiðlafólks í leikstjórn mótmæla, hefur vakið gríðarlega athygli. Svo mikla að hún hefur ekki undan við að svara öðrum fjölmiðlum í símann í dag (ekki eins og hún hafi ekki nóg að gera sem öflugasti framkvæmdastjóri öflugustu ungliðahreyfingarinnar). Allir vilja vita hvaða fréttastofa og fréttamaður þetta hafi verið. En eins og Eva bendir sjálf á, það skiptir ekki máli. Greinin er hugsuð til þess að höfða til ábyrgðar þeirra sem stjórna fjölmiðlunum. Skilin á milli frétta og afþreyingarefnis þurfa að vera skýr en eru það í mörgum tilvikum ekki. Raunveruleikaþáttum er leikstýrt en sama á ekki að eiga við um fréttatímana - líka þótt það séu beinar útsendingar og fréttastofan sé óheppin að hitta ekki á rétt augnablik.
Enska orðið yfir þetta er "info-tainment". Spurning hvernig maður íslenskar það? Upplýsingar og afþreyingarefni verður eitt. Aflýsingarefni?
Svo á ég sjálf Fréttablaðspistil í dag. Hann heitir Fjöðrin sem varð að hænu og fjallar um skólagjöld. Lesið hann hérna.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.