28.9.2006 | 05:17
Mumbai, Mumbai
"Ekki fa sjokk Anna Pala, ekki fa sjokk. Ekki fa sjokk." Tetta var eg a leid ut ur flugvelinni i Mumbai/Bombay eins og nylenduherrarnir Bretar kolludu hana. Svo margir voru bunir ad vara mig vid kaos, skit, vondri lykt, betlurum, bilflautum og areiti ad tad la vid ad eg vaeri haett ad hlakka til.
En Mumbai er bara svo miklu meira en ofangreint. Eins og Hofdaborg er hun heimsborg, milljonaborg en hun er jafnframt med sterkum innlendum einkennum. Madur finnur einhvern veginn fyrir tvi hversu rik menning Indverja er og borgin er lika glaesileg, lifandi, orkurik og fjorug og fylgist vel med tiskunni. Bollywood er annad nafn a borgina enda framleiddar her 1000 kvikmyndir a ari og geri adrir betur. Var raunar bedin um ad leika statistahlutverk i einni slikri en synist ekki aetla ad verda ur tokum adur en eg yfirgef borgina. Leitt.
Eg segi ekki ad tegar eg steig ut ur flugvelinni eftir midnaetti, ad eg hafi gengid beint ut i sitarspil og jogaidkun. Eitt tad fyrsta sem eg sa var kona ad betla inn um bilgluggann hja okkur med ungabarn a hendinni, klukkan tvo ad nottu. Sidan ta hefur madur vanist tvi ad labba fram hja litlum bornum med utretta lofa. Skilabod til ferdalanga eru skyr: Ekki aesa betlarana upp. Ta verdur aldrei fridur. En eg aetla ad eiga SOS barn tegar eg verd buin med skolann. Hvers konar framtid er ad alast upp i ad eina leidin til bjargar se ad betla? Eg held eg geri ord gamla thrjotsins Blair ad minum; Education, education, education. Liklega eina leidin enda skilst mer ad indverska menntakerfid se a agaetri leid til framtidar og jafnvel betri en tad kinverska.
Pappirsfjollin i Nemendaskra Haskolans i Mumbai litu hins vegar ekki efnilega ut. Sjalfur campusinn er fallegur og bokasafnid hyst i rosalegri byggingu fra nylendutimanum. En midad vid tad sem vid saum af stjornsyslunni er tad rett sem sagt er um Indverja, konunga skriffinnskunnar. Eins og einhver sagdi vid okkur: "Tad eru of morg storf i stjornsyslunni sem er ekki haegt ad leggja nidur. Vid turfum tessi storf." Tess vegna vex Indverska hagkerfid THRATT fyrir rikisvaldid, ekki vegna tess.
Her opnar madur ekki munninn i sturtunni og burstar tennurnar ur floskuvatni. Eg vissi ad vatnid vaeri mengad. En eitt i vidbot: Hanging Gardens eru nokkurs konar lystigardur herna en undir teim er vist vatnsbol allrar borgarinnar. Tar vid HLIDINA er hus sem kallad er "Thagnarturninn," eda Tower of Silence. Tangad setja ibuar borgarinnar af persnersku bergi brotnir, likin sin og skilja tau eftir handa hraegommunum i stadinn fyrir ad grafa eda brenna tau. Namm. Parsi folk tetta var vist einu sinni valdamikill hopur i borginni, einkum i skjoli Breta, en telur nu adeins um 60.000 manns og menningin a undanhaldi.
Gotulifid er svo liflegt ad eg tarf ad sofa tiu tima a solarhring. En eg elska ad taka tetta allt inn. Hefdi madur ahuga er Dominos og McDonalds her (en hvad er i borgurunum? kyr eru heilagar her. Muna ad spyrja..) en maturinn er mmmm. A godum veitingastad voru borgadar um 600 kr fyrir mat handa tveimur med naan braudi, vatnsflosku, kokfloskum og te (muslimastadur og enginn bjor, en maeli annars med indverska Kingfisher).
Nu aetla eg ad fara og na i tvottinn minn. Eftir ad eg setti i tvott for eg og skodadi tvottalaugar borgarinnar og er ekki lengur jafn viss um og eg var, ad fotin min hafi verid tvegin i tvottavel. I tvottalaugunum var lif og fjor og fotin fyrst skolud ur skitugu vatni og svo hreinu. Tarna voru mest karlmenn vid vinnu held eg. Eins og alls stadar herna.
Aldrei hefur komid su stund ad eg vildi frekar vera heima en tar sem eg er. Horfi full tilhlokkunar fram a vid og hlakka til Nordur-Indlands og svo Nepal. "Heilsid ollum heima vinir godir." -AP
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Vá maður! Draumurinn minn er að komast til Indlands.. hlakka svakalega til að hitta ykkur við heimkomuna og fá details - en þangað til nærist ég á þessu bloggi! :) Smakkaðu matinn, allan matinn! Spurðu um kryddin - svona fyrir mig.
Knús sætustu, þið eruð greinilega að skemmta ykkur skuggalega vel og það er gaman!
Fanney Dóra Sigurjónsdóttir, 28.9.2006 kl. 11:37
Þú VERÐUR að spurja um hamborgarana, það finnst mér afskaplega spennandi að fá að vita. Annars er ég ótrúlega öfundsjúk, bara svo þú vitir það. Ég væri miklu meira til í að vera með þér í indlandi í staðinn fyrir einhverju pödduherbergi í Kanada :(
Ester (IP-tala skráð) 28.9.2006 kl. 19:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.