Landsþing á morgun.

Það er landsþing hjá UJ um helgina. Þetta verður stöðistöð, eins og fráfarandi formaður samtakanna hefði getað orðað það. Drög að ályktunum er sem liggja fyrir þinginu eru magnþrungin.

Ég er ein í framboði til formanns. Barmmerkin höfðu samt verið framleidd, eitt talsins. Er að hugsa um að vera kannski bara með það sjálf. Ég gerðist svo hógvær í gær að segja að ég kæmist ekki á einhvern fund á sunnudaginn af því þá væri verið að krýna mig.

Þeir sem mæta ekki eru... rauðhærðir og með gleraugu, svo það komi fram. Og talandi um: Til hamingju með nýju íbúðina elsku Dagga og Hjalti Snær!

Ég held að ég ætti að fara að sofa núna. Gangi okkur vel.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórhildur Helga Þorleifsdóttir

og er framboðafrestur runninn út?

Þórhildur Helga Þorleifsdóttir, 6.10.2007 kl. 01:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband