Eftir sólarhringsferðalag: Höfðaborg

Og þá situr maður við aðalgötuna í Cape Town. Hér ægir öllu saman í byggingarlist, hollensk og indversk áhrif, einstaka New York style stórhýsi en fyrst og fremst ríkir fjölbreytni. Manni dettur bara í hug þetta með að varðveita götumynd Laugavegarins við að labba hér nidur Long Street. Þessi gata hefur eigin stil. Og þegar maður lítur aftur sest Bordfjallid, Table Mountain, í allri sinni dýrð ásamt Djöflatindi og Ljónshausnum svokallaða sem er eins og ljón liggi fram á lappirnar yfir borginni. Hér er ekki langt milli fjalls og fjöru. 

Það hljómar klisjulega en það er magnað hvað er mikið af fallegu og glöðu fólki hér. Þar að auki er snyrtimennskan í svo ríflegu fyrirrúmi að það lá við að klósettin á flugvöllunum væru þrifin strax og maður hafði notað þau. Við sáum hins vegar svokölluð Townships, mikið af þeim og þar er ekki snyrtimennskan efst á blaði heldur einföld lifsbaratta. Þar er hverju sem er tjaldað til við að búa sér húsaskjól og þarna bjuggu svartir meðan aðskilnaðurinn rikti - og búa enn, því samfélagið er enn stéttskipt og þannig verda til landamæri milli samfélaga innan þessa fjölmenningarsamfélags. Regnbogaþjóðin, sem svo er kölluð, er enn að glíma við sjálfsmyndina.

Hafið þið einhvern tímann staðið við nammirekkann út í búð og fengið valkvíða? Af því þá vitið þið hvernig okkur Barböru líður núna, í þriðja veldi. Sudur-Afríka hefur upp á svo ótrulega margt að bjóða að tólf dagar eru ekki neitt. Við erum a.m.k. komin til Höfdaborgar núna strax, komnar inn á þetta fína hostel þar sem herbergið okkar er kennt við ljón. Amman sem sótti okkur á flugvöllinn var algjör gullmoli. Nú veit ég hvað flöskubotnagleraugu þýða. Þar sem hún sveigdi frjálslega en örugglega milli bila og akreina, þar sem samkomulag virtist um örlitid meira kaos en heima, hafði hún margt til málanna að leggja varðandi öryggismalin hja okkur. Fara varlega eftir myrkur. Ekki fara lengra en að Mama Africa barnum eftir að dimmir. Ekki koma seinna heim en halftíu-tíu.

Því auðvitað er Suður-Afríka þekkt fyrir háa glæpatíðni. Það þýðir þó ekkert að láta svoleiðis flækjast fyrir sér, heldur fara varlega án þess að fá þráhyggju. Höfdaborg er líka miklu öruggari en Jóhannesarborg til dæmis. Það verður allt í lagi með mig, mamma litla. Auk þess á ég mömmu í hverri höfn, í óeiginlegum skilningi (Þessi færsla er því tileinkuð Ragnheiði sem nú er í Kobenhavn).

Annars er ég bara full tilhlökkunar með framhaldið. Dásamlegt ferðaplan og dásamlegur ferðafélagi. Okkur Streisand á sko ekki eftir að leiðast. Sem minnir mig á: Barbara Streisand hefur heyrst óþægilega oft úr hátölurum af almannafæri hérna. Og í flugvél South African Airways frá London var jólalagið Let It Snow í gangi þegar við gengum um borð. Undarlegt.

E.s. Reyni svo auðvitað að setja inn myndir fljótlega ef það gengur.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Við erum ótrúlega glöð yfir því að Höfðaborg varð fyrir valinu, gott að reynslukeyra þar en ekki í Jóhannesarborg, (mömmu líður miklu betur með það!)Allir biðja að heilsa héðan úr rokinu og rigningunni í Reykjavík.Knús :)

mamma (IP-tala skráð) 12.9.2006 kl. 17:58

2 identicon

Ég rakst á bloggið þitt af mbl.is og ég á sko pottþétt eftir að fylgjast með ferðum þínum næstu 4 mánuði :o)
kveðja frá sólinni í Köben,
Guðrún Helga ( IceMUN nörd :o) )

Guðrún Helga Jóhannsdóttir (IP-tala skráð) 12.9.2006 kl. 19:29

3 identicon

Bara internet í Suður-Afríku? Hvað næst? Fljúgandi bílar?

Herkúles (IP-tala skráð) 12.9.2006 kl. 21:00

4 identicon

Góða skemmtun og gangi þér vel í heimsreisunni! Ég fylgist spennt með svaðilförum þínum ;)
Kristín Laufey

Kristi´n Laufey (IP-tala skráð) 13.9.2006 kl. 09:41

5 identicon

Þetta byrjar vel! Hlakka til að lesa meira um ævintýri APS og Streisand. Ég sendi þér heimilisfangið mitt þegar ég kemst að því hvað það er í einlægri von um exótískt póstkort frá fjarlægum slóðum (þá virka ég kúl nágranni í nýju blokkinni ;)) kisskiss og góða skemmtun!

Eva (IP-tala skráð) 13.9.2006 kl. 09:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband