Ja hérna. Eru bara Íslendingar að horfa á Rockstar?

Ég trúi ekki að Íslendingum hafi tekist að troða Magna á toppinn,
beinlínis með handafli. Ekki það að hann sé ekki mjög góður. Bara
athyglisvert að hann er á toppnum núna en í neðstu þremur tvær síðustu
vikur. Vá, þetta lætur mann bara halda að ekkert margir séu að horfa
eða kjósa annars staðar. Ha?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ester Júlía

Þetta er vinsælasti þátturinn á íslandi í dag ..og eflaust bara á íslandi :). Ég ætlaði varla að trúa því að Magni væri með flestu stigin..með þessu áframhaldi þá troðum við honum á toppinn..svei mér þá.

Ester Júlía, 31.8.2006 kl. 01:04

2 Smámynd: Birna M

Vel sagt. Með handafli. Það var akkúrat þannig sem það var gert;)

Birna M, 31.8.2006 kl. 01:35

3 Smámynd: Þórir Hrafn Gunnarsson

Jamm... ég held að þetta sýni það nokkuð vel að það eru ekkert svo margir fyrir utan Ísland að horfa á þetta.

Veit annars einhver hverjar áhorfstölurnar eru í USA? Ég veit að fyrstu þættirnir komust ekki á top 20 sem var talið mjög vont mál... veit einhver hvernig staðan er núna?

Kveðjur :)

Þórir Hrafn Gunnarsson, 31.8.2006 kl. 01:50

4 Smámynd: Bjarni Már Magnússon

Ég hef ekkert orðið var við þennan þátt hérna vestanhafs. Hef verið að spyrja fólk út í þáttinn og það bara veit ekkert um hvað ég er að tala. Einu fregnirnar sem ég hef af þessum þætti er í gegnum íslenska vefmiðla.

Held að þetta sé skemmtileg birtingarmynd á almennri þrá Íslendinga til að sanna sig fyrir umheiminum.

Bjarni Már Magnússon, 31.8.2006 kl. 01:56

5 identicon

Þátturinn er í, skv. usatoday, 10. sæti í aldurshópnum 18-49 ára með tæpar 4 milljónir áhorfenda. Virðist ekki ná inn á topp 20 aðallistans.
http://www.usatoday.com/life/television/nielsen-more.htm

Lesandi (IP-tala skráð) 31.8.2006 kl. 10:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband