Fjölmiðlagleðikonur og annað gott fólk

moggamynd_fjolmidlakvennapartei.jpg

Er ekki málið að ná sér í köfunarréttindi í t.d. Taílandi? Ég hef alltaf verið mjög spennt fyrir sportköfun. 

Og talandi um. Hús Sportkafarafélagsins var vettvangur magnaðrar gleði á föstudagskvöldið. Að vísu ekki eitt sér, því þegar skráningar á Útihátíð fjölmiðlakvenna voru komnar fram úr öllum væntingum var húsið löngu sprungið utan af okkur. Því var brugðið á það ráð í panikkinu á föstudaginn að leigja tjald frá Seglagerðinni Ægi. Þegar tjaldinu hafði verið komið upp (með mínum berum höndum og einstakri verkkunnáttu) var þetta frábær partýaðstaða og mjög gott flæði milli tjalds, verandar og húss. Fullt af útikertum og útsýnið yfir Nauthólsvíkina settu punktinn yfir i-ið.

Rúmlega hundrað fjölmiðlakonur skemmtu sér konunglega og voru hver annarri skemmtilegri að tala við. Þið eruð magnaðar. Þar á ég ekki síst við skemmtinefndina en í henni voru Áslaug Skúla, nýskipaður vaktstjóri á fréttastofu RÚV, Lillý Valgerður trúnaðarmaður á NFS og Arna Schram þingfréttaritari Moggans og formaður Blaðamannafélagsins. Þær eru sérlega magnaðar og má þá sérstaklega nefna hér hvað Arna er mögnuð í bólinu.* And then me, óbreyttur veikgeðja hlutastarfsblaðamaður á fréttadeild Moggans! Ég er strax byrjuð að hlakka til á næsta ári.

Fréttir af fólki:

Magnús Már Guðmundsson félagi minn býður sig fram til embættis formanns UJ (á heimasíðu Samfó stendur reyndar að hann bjóði sig fram í fyrsta sæti -efast ekki um að Solla sé orðin hrædd). Kvennaskólapían Maggi Már var einu sinni gaurinn í næsta húsi. Nú er hann bara öðlingur. Hann á allan minn stuðning í því sem hann tekur sér fyrir hendur og þ.m.t. þessu.

Vigga vinkona kom heim frá París, sá og sigraði og rústaði prófi í stjórnskipunarrétti með glæsilegri einkunn. Til hamingju elskan, ég er eins og stolt mamma.

Sandra farin "heim" til Svíþjóðar ásamt Alexander Kóríander og farin að nema jarðfræði meðfram djass-sellóleiknum. Þeirra er auðvitað strax saknað. 

*Hluti þessarar færslu er byggður á munnlegum heimildum, ekki reynslu höfundar 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Már Guðmundsson

Sæta. Þakka hlý orð. Sjáumst vonandi æst hress á lau.

Magnús Már Guðmundsson, 1.9.2006 kl. 00:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband