Stuðningsyfirlýsing við forsetaframboð Ragnhildar Sverrisdóttur

ragnhildurkataHér með lýsi ég eindregnum stuðningi við fyrirhugað forsetaframboð Ragnhildar Sverrisdóttur.

Ragnhildi þekki ég af góðu einu sem samstarfskonu á Mogganum. Hún er fluggáfuð og vel að sér um samfélagsmál. Auk þess er hún húmoristi og snillingur og á flotta konu.

Ragnhildur er nú hætt á Mogganum og „alveg til í að prófa eitthvað nýtt.“ Og bendir réttilega á að eins og Ólafur Ragnar Grímsson, tæki hún með sér frú og tvíburasystur, svo fólk þyrfti ekki að venjast öllu frá grunni. Þær myndu verða íslensku þjóðinni í alla staði til sóma.

Kveðja, stuðningsfólk.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Mér sýnist þetta vera heldur gæfuleg manneskja og myndi sennilega kjósa hana. 

Baldur Fjölnisson, 16.7.2007 kl. 17:10

2 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Ekki spurning, ég myndi kjósa hana!!!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 16.7.2007 kl. 17:24

3 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Við þurfum - loksins - að laga okkur að fyrirkomulagi dýraríkisins en það litla sem við höfum ekki enn  náð að útrýma af æðri dýrategundum byggir á mæðraveldi. 

Það segir sig sjálft; fyrsta línan í forriti tegundar snýst um að komast af. Til þess þarf afkomendur og frumeðli kvendýrsins er því að fórna hverju sem er í þágu þessarar forritunar. Kvenfólk er því furðu praktískt og ótrúlega duglegt að bjarga sér. Ótrúlegar ofsóknir gegnum tíðina í þágu karlaveldis hafa ekki náð að buga þær. Áfram konur. 

Baldur Fjölnisson, 16.7.2007 kl. 17:38

4 Smámynd: Tryggvi H.

,,,,,, og bjarna má sem "protocol-meistara"?

Good day sunshine
Good day sunshine
Good day sunshine

Tryggvi H., 16.7.2007 kl. 18:17

5 Smámynd: Þórir Hrafn Gunnarsson

Jájá... er það ekki bara fín pæling?

Kveðjur :)

Þórir Hrafn Gunnarsson, 16.7.2007 kl. 19:32

6 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Merkilegt - ég hvet hana eindregið í slaginn og lýst vel hana og á fjölskyldumunstrið!

Edda Agnarsdóttir, 16.7.2007 kl. 20:00

7 Smámynd: Ragnhildur Sverrisdóttir

Vá, with blog friends like this....

Þetta endar með að ég get farið í fréttirnar og sagt alvarleg að ég hafi fengið "fjölda áskorana".

Nei takk, annars.

Ragnhildur Sverrisdóttir, 16.7.2007 kl. 21:54

8 Smámynd: Anna Pála Sverrisdóttir

Playing hard to get.

Alþekkt bragð í bransanum. 

Anna Pála Sverrisdóttir, 16.7.2007 kl. 22:09

9 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Styð hana ekki spurning.

Jenný Anna Baldursdóttir, 16.7.2007 kl. 23:57

10 identicon

Sammála. Líst vel á hana.

Kristján (IP-tala skráð) 17.7.2007 kl. 00:35

11 Smámynd: Ragnhildur Sverrisdóttir

OK, þetta er bara orðið gott í bili. Ég er auðvitað djúpt snortin og allt það (nema hvað Árni fær enga fálkaorðu, þótt hann sé hrifnari af fiðurfé en mér!)

 Anna Pála, ertu ekki til í að fara að setja inn nýja færslu, svo þessi sé ekki alltaf að skjóta upp kollinum í "umræðunni"? Nógu er nú umræðan oft vitlaus samt  

Mér krossbregður alltaf þegar ég sé þetta á skjánum. Hvernig heldurðu að mér yrði nú við ef ég þyrfti að búa við   "sætar saman á Bessastöðum!"  framan á slúðurblöðunum?? Eða BÚSÆLDARLEG Á BESSASTÖÐUM!!! -og tvíburarnir tvístrast tístandi af hamingju um tískuteppi og tröð  af því að blaðamenn eru nú alltaf svo hrikalega hrifnir af svona ofstuðlun...

Ragnhildur Sverrisdóttir, 17.7.2007 kl. 13:35

12 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég endurskoða.  Ég vil ekki að mamman Ragnhildur hafi ekki tíma til að blogga um tvíburana sína, því ég er í áskrift af þeim sögum og vill ekki að þeim fari fækkandi.  Kýs hana samt ef hún vill endilega slengja sér á Bessó.

Jenný Anna Baldursdóttir, 17.7.2007 kl. 16:41

13 Smámynd: Þorkell Sigurjónsson

Er þetta brandari dagsins?

Þorkell Sigurjónsson, 17.7.2007 kl. 17:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband