10.7.2007 | 14:45
Bongótrommur í skrifstofustigagangi dauðans
Ég leit upp úr málsmeðferðarreglum Persónuverndar áðan, þar sem hávaðinn framan af gangi var orðinn meira truflandi en steikarbrælan af Svarta svaninum á góðum degi. Bongótrómmur og fagnaðarlæti. Ég spurði Þórð hvað hann væri eiginlega að gera.
En lætin reyndust koma úr stigaganginum, þar sem ca. fimmtán manns voru komin upp á næstu hæð. Ég sagði gaur frá Samkeppniseftirlitinu hinu megin við ganginn að líklegast væri þetta lögfræðideild löggunnar að flytja inn.
En nei. Þetta var Saving Iceland. Hresst lið. Gáfu mér "Ísland örum skorið" kortið. Takk.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.