6.7.2007 | 00:51
Það er eitthvað mikið að hjá okkur
Ég er of uppgefin af sorg og of reið eftir að hafa lesið þennan dóm, til að tjá mig áður en ég fer að sofa.
Ákærði hefur komið vel fyrir undir málsmeðferðinni en á framburði hans hafa þó reynst vera veilur. Á hinn bóginn hefur X enga tilraun gert til þess að gera hlut sinn betri í meðferð málsins og álítur dómurinn hana almennt einkar trúverðuga. Þó virðast nokkrar gloppur vera í frásögn hennar vegna ölvunar, að ætla má.
---
Ef byggt er á frásögn X af því sem gerðist eftir orðaskipti þeirra inni á snyrtingunni lítur dómurinn svo á, að það að ákærði ýtti X inn í klefann, læsti klefanum innan frá, dró niður um hana, ýtti henni niður á salernið og síðan niður á gólf, geti, hlutrænt séð, ekki talist ofbeldi í skilningi 1. mgr. 194. gr. almennra hegningarlaga, eins og það hugtak hefur verið skýrt í refsirétti og í langri dómaframkvæmd. Nægir þetta eitt til þess að ákærði verði sýknaður af ákærunni.
X hefur sagt að hún hafi frosið, orðið fyrir áfalli, fengið sjokk, verið eins og í vondum draumi þegar ákærði ýtti henni inn í salernisklefann. Veitti hún þá og síðan enga mótspyrnu og kom ekki upp orði fyrr en hún rankaði loks við sér við sársaukann milli fótanna. Ýtti hún þá ákærða af sér og stóð upp. Er frásögn hennar alveg ótvíræð um það að ákærði fór öllu sínu fram við hana án þess að hún veitti athæfi hans viðnám eða mótmælti því. Í því sambandi ber sérstaklega að hafa í huga að hún reyndi ekki að kalla á hjálp þegar hún heyrði að einhver kom inn á snyrtinguna. Þá er að einnig að líta til þess að X þykir, fram til þess að þau fóru inn á salernisklefann, ekki hafa gefið ákærða ástæðu til að halda það að hún væri honum andhverf. Þegar allt þetta er haft í huga álítur dómurinn að ákærða hafi ekki hlotið að vera það ljóst að samræðið og kynferðismökin væru að óvilja X.
Bætt við seinna:
Það er alveg sama þótt skilningurinn á ofbeldi hafi verið útvíkkaður í nýja nauðgunarákvæðinu sem tók gildi 27. mars.
Þetta er augljóslega ofbeldi samt. Og hvað er verið að meina með "hlutrænt séð"? Rökstuðningurinn fyrir því að hlutrænt séð sé það ekki ofbeldi að ýta ókunnri drukkinni stelpu inn í klósettklefa, læsa, ýta henni niður á klósettið og svo í keng á gólfið.., er með því allra vafasamasta sem ég hef heyrt.
Skilaboð héraðsdóms eru þá til að súmmera upp: Svo lengi sem hún er ekki með læti, máttu gera það sem þú vilt.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:43 | Facebook
Athugasemdir
http://sveinnandri.blog.is/blog/sveinnandri/#entry-256323
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 6.7.2007 kl. 01:43
Ég vona að þessu verði snúið í Hæstarétti. Mér finnst tónninn í þessu vera sá að það séu allar stelpur tilbúnar til þess að hafa kynmök ofurölvi inni á klósetti. Maður verði að sýna fram á annað. Auk þess fer þetta með ofbeldið verulega í taugarnar á mér, því stelpan var með áverka, hún komst ekki út af klósettinu o.s.frv. Það hlýtur að teljast ofbeldi, jafnvel í þessari ótrúlega þröngu skýringu sem beitt er á þessa fyrrverandi 194. gr.
Dagný Ósk Aradóttir, 6.7.2007 kl. 11:44
Tessir domarar hljota ad hafa einhver alvarleg issue gagnvart konum.
SM, 6.7.2007 kl. 13:26
Já, ég átti ekki orð þegar ég sá þetta í blaðinu.....
Ester (IP-tala skráð) 7.7.2007 kl. 21:53
Annað sem sló mig í þessum dómi er setningin "Ákærði hefur komið vel fyrir undir málsmeðferðinni ".
Hverju skiptir það hvort hann hafi komið vel fyrir undir málsmeðferðinni. Halda dómarar virkilega að allir naugarar séu dónar og kunni ekki að koma almennilega fyrir þegar þeir þurfa á því að halda.
Hvað ef hann hefði ekki komið vel fram undir málsmeðferðinni? Hefði þá verið líklegra að hann hefið verið fundinn sekur??? Er fólk dæmt af því hvernig það kemur fram í málsmeðferðinni?
Og að það sé ekki hlutrænt séð ekki hægt að skilgreina þetta sem ofbeldi.... hvernær verður þá ofbeldi að ofbeldi.... Hvað ef þetta hafði verið dóttir dómarans? Hefði hann bara sagt, svona svona, vertu ekki að þessu væli, þetta er ekkert.
Ég er bara svo dæmalaust hissa á þessu öllu saman og reið.
al (IP-tala skráð) 9.7.2007 kl. 11:42
Nú kann ég ekkert fyrir mér í lögfræði og eiginlega er ég bara alsæll með það, þegar ég les svona endemis þvælu eins og þessi dómur er.
Að þetta sé "hlutrænt séð" ekki ofbeldi, er þvílík veruleikafirring að manni hlýtur að vera spurn undan hvaða steini og frá hvaða öld dómararnir voru dregnir
Það eru stórhættuleg skilaboð sem héraðsdómararnir eru að senda út í þjóðfélagið með þessum dómi:
Svo lengi sem fórnarlambið er nógu veikburða til að ekki þurfi að beita miklu afli til að yfirbuga það, þá er bara allt í lagi að níðast á því að vild.
Mér er spurn hvort þetta þýði ekki að nú þurfi að sýkna alla barnaníðinga, enda beita þeir fórnarlömb sín "hlutrænt séð" yfirleitt ekki ofbeldi.
Að reyna svo að klóra yfir vitleysuna með því að vísa í eldri dómaframkvæmdir er eitthvað sem ég vísa til föðurhúsanna.
Tímarnir breytast, sem betur fer.
Annars gæti kannski nauðgarinn bara kært fórnarlambið fyrir að hafa táldregið sig með göldrum og fengið stúlkuna brennda á báli.
Stefán Jónsson, 11.7.2007 kl. 19:36
Stefán: "NOW you think like a lawyer!" Þetta með barnaníðingana er einmitt heitt í pælingum prófessors nokkurs í refsirétti. Ofbeldi er ekki sama og ofbeldi, augljóslega.
Spurt er hins vegar úr hvaða eðal bíómynd þessi tilvitnun er.
Anna Pála Sverrisdóttir, 11.7.2007 kl. 20:31
Hmmm... ekki kem ég nú þessari tilvitnum fyrir mig.
Best ég skjóti út í bláinn:
A few good men?
A time to kill?
Stefán Jónsson, 12.7.2007 kl. 11:32
Legally Blonde.
Anna Pála Sverrisdóttir, 13.7.2007 kl. 01:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.