Grasekkja - Heimshornaflakksdagskrá

Jæja. Þá er Bjarnið komið um langan veg til Miami. Hann blastaði America með Rammstein alla leið á völlinn og heimtaði að vera kallaður Bijarney Magnusson, AKA Cobra-Bob. Ég ætla ekki að sitja í festum í tólf ár meðan hann nær sér í sýfilis í útlöndum (en þau örlög), eins og landsmönnum má vera ljóst. Enda bara mánuður í heimshornaflakkið.

Þangað til ætla ég hins vegar að lifa jafn mögnuðu partýlífi og Immanúel Kant á sínum tíma.

Og hér kemur stolið efni af bloggi Barböru minnar, svo þið hafið hugmynd um líf mitt næstu mánuði. Heyrst hefur að blað allra landsmanna verði fyrst með fréttirnar af ferðalaginu.

9. sept.  = RVK - London
11. sept. = London - Johannesburg
25.sept. = Johannesburg - Mumbai
1. okt. = Mumbai - Delhi
7.okt. = Delhi - Kathmandu
14.okt. = Kathmandu - Bangkok
25.okt. = Bangkok - Tokyo
2.nóv. = Tokyo - Beijing
11.nóv. = Beijing - Singapore
14.nóv. = Singapore - Bali
19.nóv. = Bali - Singapore
21.nóv. = Singapore - Sydney
1.des. = Sydney - Auckland (Nýja Sjáland)
9. des. = Auckland - Nadi (Fiji)
17. des. = Nadi (Fiji) - Los Angeles
19. des. = Los Angeles - New York
5. jan. = New York - London
6. jan. = London - RVK

Þetta er ekki endanlegt.

NY pælingin er að fljúga þangað og vera þar fram að jólum og fara þá með flugi til Miami. Við verðum svo örugglega á Bahamas um jól og/eða áramót - en það er e-ð sem við ap höfum sett í hendurnar á Bjarna Má til skipulagningar.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Pálína Erna Ásgeirsdóttir

Váááá þetta verður aldeilis spennandi hjá ykkur. Ef til vill eins gott að þið séuð eitthvað fyrir hraðann, eða eru þið það annrs ekki?

Það er nú ekki amalegt að vera grasekkja og geta notað tímann til að ferðast með hraði um heiminn!

Pálína Erna Ásgeirsdóttir, 6.8.2006 kl. 22:18

2 Smámynd: Anna Pála Sverrisdóttir

Ég er nú almennt þekkt fyrir að færast frekar mikið í fang en ekki ;) Hins vegar á ég alveg örugglega eftir að þurfa að heimsækja þessa staði aftur. Planið er að leggja áherslu á að njóta frekar en sjá allt.

Anna Pála Sverrisdóttir, 6.8.2006 kl. 22:29

3 Smámynd: Kristján Þór Sverrisson

Halló Hafnarfjörður!

Kristján Þór Sverrisson, 7.8.2006 kl. 17:38

4 Smámynd: Anna Pála Sverrisdóttir

Já, en því miður ekki Eþíópía :-(

Austur-Afríka er ekki nógu vel tengd alþjóðafluglega séð skv þeim athugunum sem við létum gera fyrir okkur. Hefðum þurft að fljúga aftur til Evrópu og klára allar mílurnar okkar. Það þarf greinilega að gera sér sérstaka ferð þegar yfirdráttur þessa ævintýris hefur verið unninn upp!

Anna Pála Sverrisdóttir, 7.8.2006 kl. 18:57

5 Smámynd: Agnar Freyr Helgason

Mínir landvinningar blikna í samanburði við þessa allrosalega ferð sem þú ert að fara í! Spörning hjá mér um að rabba við einhvern af samkeppnisaðilum Glitnis um að sponsa svona ferð fyrir mig... Hmm, hvar gæti ég nú byrjað?

Agnar Freyr Helgason, 9.8.2006 kl. 13:12

6 identicon

Góða ferð!

Erla Hlyns (IP-tala skráð) 10.8.2006 kl. 21:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband