Er allt að fara til andskotans í þessu landi?

Mér reiknast svo til að Þorgerður Katrín sé fyrsti kvenkyns forsætisráðherra Íslands. Þótt aðeins sé um tvær vikur að ræða að þessu sinni, er þetta samt merkilegur áfangi. Ég segi bara til hamingju Þorgerður og til hamingju við öll. Meira svona! Við öfgafemínistar fögnum gríðarlega. 

Annars er ég að fara norður skv. skyndiákvörðun fyrir hálftíma síðan. Magnað. Hefði auðvitað dregið Bjarnið austur, en sá vægir sem vitið hefur meira eða þannig. Svo á maðurinn lítið eftir að hitta foreldra sína næsta árið. Biðja ekki allir að heilsa Brynjuísnum?


mbl.is Þorgerður Katrín gegnir störfum forsætisráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nei það er ekki allt að fara til fjandans, ég held hreinlega að við séum loksins komin á 21 öldina. Kona sem forsætisráðherra , já takk.

Kveðja punktur1

punktur1 (IP-tala skráð) 21.7.2006 kl. 19:40

2 Smámynd: Stokkarinn

Hvað er málið...

Afhverju má aumingjans maðurinn ekki bara sinna starfi sínu í friði án þess að það þurfi að benda sérstaklega á að hann sé með brjóst og píku?

Hæfasti maðurinn á auðvitað að sinna hverju starfi óháð því hvort sá maður er með typpi eða píku.

Stokkarinn, 21.7.2006 kl. 23:16

3 identicon

Ætli Þorgerður vilji ekki frekar að þessa tíma hennar sem forsætisráðherra verði minnst fyrir raunveruleg verk hennar (ef einhver eru), frekar en kynferðið. Kynferðið segir jú voða lítið til um gæði starfanna, ekki satt?

Guðmundur Ásgeirsson (IP-tala skráð) 22.7.2006 kl. 11:47

4 Smámynd: Þórir Hrafn Gunnarsson

Er Þorgerður Katrín kona?

Kveðjur :)

Þórir Hrafn Gunnarsson, 24.7.2006 kl. 16:25

5 identicon

Kona forsætisráðherra?!? Nei nú er mér öllum lokið. Viljiði ekki bara taka flippið aðeins lengra og hafa svipuð laun hjá körlum og konum. Þvílíka ruglið maður...

Dr.Sindri (IP-tala skráð) 25.7.2006 kl. 17:19

6 identicon

Hehe, skemmtilegar umræður hér í gangi:) Ég bið að heilsa Brynjuísnum...og Hagamelsísnum líka ef hann verður á vegi þínum...:P

Hrund (IP-tala skráð) 25.7.2006 kl. 20:27

7 Smámynd: Anna Pála Sverrisdóttir

Já, með öðrum orðum: Ég óska einstaklingnum Þorgerði til hamingju með að píkan á henni sé ekki lengur fyrirstaða í veginum til valda!

Anna Pála Sverrisdóttir, 26.7.2006 kl. 14:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband