11.7.2006 | 15:36
Þarna er ég að fara
Stóri ljóti heimur. Ótal hættur bíða okkar Barböru (Cartland) í haust. Grey litlu stelpur. Mumbai er nýrra nafn á borginni Bombay, sem við þekkjum líka sem kvikmyndaborgina Bollywood. Hlakka mikið til að fara þangað og held þangað ótrauð til að storka örlögunum sem og annars staðar. Það er hins vegar ekki það sama og kunna ekki að passa sig. Eins og áður hefur komið fram hér veit ég fáa jafn trausta en jafnframt hressa og hana Barböru og hef litlar áhyggjur af að við gætum ekki nauðsynlegrar varúðar samhliða því að lenda í ævintýrum.
Yfir eitt hundrað látnir í sprengingum í Mumbai á Indlandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Ferðalög | Aukaflokkar: Bloggar, Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Við verðum bara að vona ef við lendum í svona ævintýri að það komi frétt eins og þessi http://mbl.is/mm/frettir/innlent/frett.html?nid=1211900 - Íslendingar í Mumbai heilir á húfi - . Ekki mikið meira sem við getum gert...nema svo auðvitað vera skynsamar og varkárar ;)
Þetta minnir mig reyndar á góða sögu um nunnu sem móðir mín þekkir, en ég er að hugsa um að geyma hana þangað til að við verðum saman í 11 tíma í flugvél frá London til Jóhannesarborgar 11. september 2006!!!
Reisubok Barboru Ingu, 12.7.2006 kl. 09:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.