Hryðjuverkamaður, já það er ég

f_my_pictures_talibanakona.jpg

Ég var í klippingu hjá Grjóna hressa á Rauðhettu. Hann er á leiðinni til New York bráðum, í frí með kærustunni. Grjóni hlakkar reyndar ekki sérstaklega til og skilur ekki hvað er heillandi við "þetta pleis." En kærastan vill sigla og Grjóni veitir meðbyr. Ég hef nú trú á að hann muni skemmta sér vel, betra að leggja í hann með minni væntingar. Hefði líka dregið hann með.

Við vorum að velta fyrir okkur stressinu í kringum komu til landsins helga. Grjóni rifjaði upp sögu af vini sínum sem við komuna við NY fyrir tveimur árum var dregin til hliðar í þriðju gráðu upp úr þurru. En hann var náttúrulega í slitnum gallabuxum og leðurjakka. Gusgus ætluðu að halda tónleika í sömu borg en voru að sögn send öfug til baka, allt krúið. "Þú veist, Maggi legó með bleikt yfirvara og svona." Hættulegt.

Ég flaug inn í Boston vandræðalaust 2003, en það var líka af því ég stóðst naumlega freistinguna að glensa aðeins með eyðublöðin þar sem ég dundaði mér við að skrifa inn ævisöguna CIA til gagns og gamans. "Já, ég eða einhver tengdur mér er hryðjuverkamaður."

Af því ég mun að öllum líkindum fljúga vestur um haf í haust er ég að pæla í hvort ég fjárfesti ekki í arabaslæðu áður. Langar í þannig hvort sem er. En Grjóni ætlar hins vegar að vera öruggur, og að minnsta kosti ekki fara í gegnum tollinn "í svona bol með myndum af dýrum í kynlífsstellingum eða neitt þannig," sbr. hollninguna í dag.

Félagi Gunnar Birgisson kallaði mig talíbana um daginn. Spurning hvort það telur hjá CIA?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband